Til hamingju með giftinguna Stebba! Þetta kom sannarlega á óvart! Var þetta ekki frábær dagur??? Segi eins og Inga, maður fékk gæsahúð og tár í augun! Æðislegt.
Hildur, er samt ekki gaman að vera að berja inn í hausinn á þessum krökkum? Það er alltaf viss sadismi sem fellst í kennslu... mín kenning er sú að allir kennarar séu sadistar inn við beinið.
Vonandi skemmtið þið ykkur í sumarbústað. Dauðlangar með eins og alltaf... sniff! Verð með ykkur í anda!
Annars komst ég loksins í almennilegt djamm á föstudagskvöldið. Lenti í svona alþjóðlegu partýi þar sem var mikið djammað. Tókst að móðga bæði Norðmann (Þú getur ekkert að þessu gert að vera norskur, þú verður bara að lifa með þessu) og Skota (viss um að það er ekkert þarna undir pilsinu!!!) og gera mig að fífli fyrir framan gaur frá Lichtenstein af öllum stöðum. En þegar maður hefur aldrei hitt mann frá Lichtenstein þá verður maður að taka klisjuna með tilþrifum (Ég hef ALDREI hitt neinn áður frá Lichtenstein!!!!!)
Sem sagt, ekki hleypa mér út... sérstaklega ekki þegar það gerist svona sjaldan!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli