Ég ætla nú bara að vera róttæklingur.
Þessi viðhorf með kellinguna eru sprottin af kvenfyrirlitningu, sem dreifir sér eins og eldur í sinu um samfélagið. Var einmitt að lesa grein á deiglunni þar sem konur eru kallaðar minnihlutahópur ásamt svertingjum og feitu fólki.
Hafið þið séð auglýsingarnar um geðveiku mömmuna sem smallar eldavélinni og þvottavélinni því hún vill að karlinn kaupi nýja?
Hafið þið heyrt fréttirnar um dómarann sem felldi niður refsingu á manni sem lamdi konuna sína, hún átti víst sök á því sjálf... hann 'taldi' að hún hefði verið að halda framhjá honum?
Hafið þið heyrt Gunnar Birgisson segja að strippbúllur séu bara eðlilegur hluti af samfélaginu?
Ég held að þetta sé allt útaf kvenfyrirlitngu, hún bara birtist í mismunandi formum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli