Til hamingju segi ég nú líka! Frábærar fréttir! Skil vel að þú brennir í skinninu að byrja.
Híhí, ég kannast við þinn dag Inga, ég er í sama pakkanum. Ef það er ekki húsverk eða bleyjuskipti, þá situr maður við að fletta blöðum og drekka te, eða fer í kaffi til einhverrar húsmóðurinnar í hverfinu. Heilinn á manni deyr við þetta! Ég þóttist ætla að vera duglega að lesa greinar eða bækur eða eitthvað slíkt en maður gerir mest lítið af slíku. Enginn tími til þess!
Þetta er svo sem ágætt í bili en ég er byrjuð að leita að pössun fyrir Kjartan hálfan daginn, þá ætla ég að komast aðeins út og gera eitthvað annað en að vera húsmóðir!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli