TIL HAMINGJU HILDUR!!!!!
En hvað ég er ánægð fyrir þína hönd! Öll óvissa úr sögunni og ég skil þegar þú talar um að fara að reyna á hausinn. Ég þarf á því að halda - áður en ég fer að teljast "skrítin". Mér finnst eins og óvissa og "laust loft" hafi einkennt mitt líf síðan ég útskrifaðist. Dagurinn hjá mér fer í að fletta "Hús og Hýbýli", drekka te og ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn.. á milli þess sem ég sinni börnum og búi. Við erum búin að skipta vikunni þannig að Halli fer á æfingar á mán og mið og ég fæ að EIGA þriðjudaga, þ.e.a.s eftir að Halli kemur heim. Ég gerði nú ekki gáfulegri hlut en það að nota "daginn minn" í gær til að fara á uppeldisfyrirlestur. Næstu þriðjudagar fara í eitthvað óviðkomandi börnum.
Miðvikudagspistill:
Ég fór með Tinnu í skoðun í morgun og þar sem ég var ekki á bíl þá þurfti ég að taka strætó. Veðrið var ekki upp á sitt besta svo að ég klæddi mig upp eins og björgunarsveitarkonu og arkaði af stað. Veðrið var reyndar verra heldur en það virtist út um gluggann svo að ég þurfti að taka á öllu mínu afli að komast út á strætóstoppustöð. Það var ekki búið að ryðja neina göngustíga svo að ég dró vagninn á eftir mér með herkjum og fékk samúðarbros úr öllum áttum. Ég þurfti sem betur fer ekki að bíða lengi eftir strætó og þegar ég gerði mig líklega til að koma inn með vagninn stóðu allir í vagninum upp til þess að reyna að aðstoða mig. Stoppustöðin úti á Nesi er nokkra leið frá Heilsugæslunni og þegar ég steig út hafði veðrið versnað töluvert og ég sá nánast ekkert út úr augum. Ég fór að hjakkast með vagninn í snjónum, flaug á hausinn og orsakaði nokkrar umferðarteppur á meðan ég var að reyna að komast leiðar minnar. Ég vafði treflinum enn lengra yfir andlitið svo að örugglega enginn myndi þekkja mig. Loksins sá ég glitta í heilsugæslustöðina og beit á jaxlinn meðan ég kláraði síðustu skrefin. Ég sagði auðvitað hjúkrunarkonunni frá þessarri þolraun og vonaði innst inni að hún myndi vorkenna mér og bjóða mér far til baka.... en hún sagði bara gangi þér vel og kvaddi. Kom við á Expressóbarnum í bakaleiðinni og fékk mér tvöfaldan, las nokkur blöð og restin var pís of keik. Hvað gerði fólk áður en kaffið kom til sögunnar? eða snjógallar? eða BÍLAR?
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli