ohh hvað verður gaman hjá ykkur í sumar!!!! Það er fátt jafn skemmtilegt og að plana ferðalög!
Ég sit heima núna og læt mér leiðast, blóðþrýstingurinn er eitthvað að stríða mér svo það lítur út fyrir að þessi meðganga verði jafn stembin og fyrri. Nema að er auðvitað aðeins erfiðara að vera með lítinn sprækan gaur á heiminu. En vonandi næ ég að lækka hann og fæ að fara að vinna aftur fljótlega. Ég var svo sniðug að fá tölvuna lánaða hjá bróðir hans Tóta og get því hangið á netinu allan daginn og stytt tímann þannig. Ætla sko að vera extra dugleg við að gera ekki neitt heima svo ég þurfi ekki að liggja inni á sjúkrahúsi seinni hluta meðgöngunnar, en nóg um það! Ég stefni samt að því að koma og hitta ykkur 30.apríl, þið látið mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get gert.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli