mánudagur, apríl 25, 2005
Ég ætla að mæta á laugardaginn, það vill reyndar svo óheppilega til að það er óvissuferð í vinnunni hjá Tóta á laugardaginn en ég ætla bara að fara með guttann upp í sveit og láta mömmu hlaupa á eftir honum. Ef það verður 3ja rétta eigum við þá ekki bara að byrja frekar snemma? Kannski um kl. 18? Hvernig líst ykkur á það? Mín vegna má alveg byrja fyrr. Ég er ekki með neinar hugmyndir um mat en líst vel á kjúklinginn hjá Ellu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli