miðvikudagur, apríl 06, 2005

Eddie hvaða daga verður þú í Lundi?

Allt í góðu hér nema póstþjónustan í Svíþjóð er alveg að fara með mig. Helga sendi mér afmælispakka í vetur, fékk aldrei neinn miða í póstkassann um það og þegar ég vitjaði hans í þriðja skiptið á pósthúsinu þremur vikum eftir sendingu þá loks fékk ég pakkann (þá átti að fara að senda hann til baka). Þegar ég fór til Íslands um páskana gleymdi ég gemsanum, sem er reyndar alveg ágætt en Helga vildi endilega senda mér hann út. Hann fór semsagt með hraðpósti fyrir tæpri viku síðan og er ekki kominn ennþá, þetta kallast kannski hraðpóstur í Svíaríki.

Engin ummæli: