laugardagur, apríl 02, 2005

30.apríl er tekinn frá. Það væri gaman að vera með Jamaika þema.
Ætla ekki allir að mæta. Endilega skrifið hvort þið komist. Svo skiptum við verkum og plönum eitthvað æðislegt. Við getum verið hér, en ef gamlan okkar verður komin með slotið í stand, þá væri rosa gaman að vera þar.
Ég lofa að vaka lengi, en mun ekki drekka mig fulla, verð bara bílstjórinn ykkar :=) Ég ætla nefnilega að taka þátt í að fjölga í kúbufjölskydlunni, 3.kúbubarnið kemur í heiminn um miðjan október (er komin 12 vikur núna).
Það er stór dagur í dag, Halldór er 5 ára, ég er núna að baka pizzur fyrir afmælið. Það mæta nokkrir hressir úr hverfinu ;) Þetta verður fjör!!!!

Engin ummæli: