Ég ákvað að ríða á vaðið og skella inn jamaikönsku uppskriftunum sem ég fann um daginn.
Jamaican Jerk kjúklingur (f.4)
1 msk mulið allrahanda krydd
2 tsk mulinn kanill
4 vorlaukar, saxaðir
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð
1/2 tsk þurrkað timian
2 tsk ljós muskovado sykur
1 msk sólblómaolía
4 kjúklingabringur
2 lime
ferskt kóríander
Setjið krydd, lauk, chili, timian, sykur og olíu í matvinnsluvél eða blandar og maukið. Saltið ef vill. Líka hægt að nota mortél.
Makið þessu mauki á allan kjúklinginn og setjið á grunnan disk. Látið bíða allaveganna í 30 mín í ísskáp, best ef hann er marineraður yfir nótt.
Kreistið safa úr 1 lime yfir kjúklinginn. Steikið á grillpönnu eða grilli við vægan hiti í amk 25-30 mín, snúið einu sinni. Dreifið kóríander yfir og sneiðum af lime og berið fram.
Kókoshrísgrjón og baunir (f.4)
200 gr basmati hrísgrjón
1 stöngull af fersku timian eða slatti af þurrkuðu
smá chiliflögur eða duft
4 vorlaukar, í sneiðum
400 g dós af kókosmjólk
400 g dós af rauðum nýrnabaunum
Hreinsið hrísgrjónin í sigti og setjið síðan í pott. Bætið timian, chili og 2 vorlaukum út í. Blandið kókosmjólk við vatn þar til blandan verður 600 ml og setjið út í pottinn. Saltið. Sjóðið í 8 mínútur með lokið á. Hellið af baununum og hreinsið þær. Bætið þeim út í hrísgrjónapottinn. Sjóðið áfram í 3-4 mín með lokinu á þar til hrísgrjónin eru tilbúin. Dreifið afgangnum af vorlauknum yfir.
Og síðast en ekki síst,
Jamaican Rum Punch (f.4-6)
100 g grófur sykur
150 ml ferskur limesafi (sirka 5 lime)
425 ml jamaíkanskt romm
600 ml exotic ávaxtasafi
mulinn ís
sneiðar af ananas, lime og appelsínum
Setjið sykur í mæliglas og hellið yfir sjóðandi vatni upp að 300 ml markinu. Hrærið til að leysa upp sykurinn. Kælið.
Hellið sírópinu í stóra skál og bætið í limesafa, rommi og ávaxtasafa. Hrærið vel. Setjið helling af mulnum ís í glösin og hellið punchinu yfir. Skreytið með ávaxtasneiðum.
Nokkrar hugmyndir í safnið!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli