ÆÐISLEGT Inga!
Þetta verður gaman. Ég get vel mælt með öllu í Austurríki. Það eru æðislegar bændagistingar allsstaðar og allt mjög barnvænt, líka hægt að fá hús, og fólkið er frábært. Þegar ég var úti með Halldór 1 árs færði fólkið með bændagistinguna mér endalaust volga mjólk úr fjósinu í pelann :=) Ég var þá rétt hjá Salzburg, sem er frábært svæði, og það er fullt af vötnum þar í kring. En ég myndi velja eitthvað ódýrt og barnvænt. Ég hef pantað í gegnum eina heimasíðu sem mér finnst lang best http://www.tiscover.at/home/index_at.html?_lan=en
Ef þú ferð í provinces þá getur þú valið Salzburger land, en það er örugglega fínt fyrir ykkur að vera þar ef þið eruð að koma frá Þýskalandi. En... úps... ætlaði ekki að fara að plana allt fyrir ykkur, er víst ferðaplansjúk ;)Er búin að vera á netinu að panta sumarhús og bíl á Spáni í endaðan júní. Hlakka svo mikið til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli