laugardagur, apríl 30, 2005

Var eitthvað að ruglast... hittumst kl 4 fyrir utan ríkið í Kringlunni

föstudagur, apríl 29, 2005

ÆÐI!! Hittumst allar í mjólkurbúðinni í kringlunni, var það ekki kl 3?
gæs! er buin að redda 4 stólum þannig eg þarf bara þessa frá þer gamla mín :)
Ég kemst örugglega með í mjólkurinnkaup, bjallið bara í mig þegar þið eruð komnar í Kringluna. Ætla að nota ferðina og versla brúðkaupsgjöf svo ég verð á búðarrápi allan daginn. Gsm nr. mitt er 865 0638 ef þið eruð ekki með það.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Oh ég hlakka svo til!!!!

Ég sit hérna með feitt sólheimaglott og bara iða í stólnum! Gooooodddd.... Gaaaammaaaaannn!!!

Ég skal alveg mæta í mjólkur-og djúsbúðarleiðangur. Verð eflaust í símasambandi þegar ég verð komin á Klakann.

Annars er bara allt á fullu að pakka og undirbúa. Hafa nóg af nesti og dóti til að lifa af 7 tíma ferðalag ein með 14 mánaða barn! Gúlp! Verður fjör. Sem betur fer fæ ég áfallahjálp þegar ég kem á Klakann og frí frá barnauppeldi í 2 vikur!!!! Súper.

Sjáumst á laugardaginn!
salt og pipar origano og matarsóti.. og olia . er til.. ekkert annað..veit að matarsótinn durgar í lítið enn fannst það skemmtilegt að telja allt sem er til á heimilinu :) það eru til pottar, hnifar, eldfastform og svona sitt lítið af hverju.... vel á minnst.. það eru bara til 6 diskar.. eg redda rest fyrir laug :) Við verðum 8 held eg.. Egill ætlar að vera með... og ú ú ég ætla að kaupa pönnu í dag! Skrytið þetta með prumpið mamma :-
Hvernig er krydd staða hjá gömlunni, ertu með svona 'basic stöff' eins og salt og pipar og svoleiðis?? Er eldfast mót og pottar og pönnur og verkfæri, hnífar og gums??...iðrin í mér iða af eftirvæntingu, ég prumpa þar af leiðandi reglulega af spenning...
Mest ljómandi plan!! Stelpur.. eigum við ekki að hittast bara kl 16 og fara í mjólkur og ávaxta túr? ekki bara kringlan hjá kaffitár?? EITT!!!! ég á enga stóla :) Stebba getur reddað 4 en mig vantar 4 í viðbót!! eigið þið ekki meðfærilega stóla sem þið getið komið með? Verð buin að kaupa pönnu fyrir laug og fæ lánuð glös :) þannig þó þetta verði ef til vill frumstætt þá held eg að við reddum þessu :) Er komin með mikilvægasta hlutin : Blender :)!!! og er að filla frystirinn af klökum... jeijj hvað ég hlakka til :)

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Mér finnst að mojito sé nauðsynlegur.... og mojitoskálar eru mjög góðar í slíka blöndun! Strawberry daquiri er líka góður... ég á meira að segja uppskrift af einum slíkum óáfengum handa þér Stebba mín!

Fylgifiskar? Tja, Hrafnkell verður ekkert dreginn með, hann fær bara að vera í Brussel að vinna fyrir okkur, og Kjartan fær sko að vera í pössun hjá ömmu og afa alveg fram á mánudagsmorgun!!!!

Virgin Strawberry Daquiri:
1 oz fresh lime juice
3 oz frozen strawberries (or fresh)
1 teaspoon sugar
cracked ice

Fill a blender with cracked ice. Add lime juice, strawberries and sugar. Blend until smoot, then pour into a chilled glass. Garnish with an extra strawberry (if you have one).

Hei... það er líka hérna óáfeng pina colada....

Pina Colada
2 oz coconut milk
1 1/2 oz crushed pineapple
1 oz pineapple juice
1/4 cup crushed ice
Brown sugar to taste (1 tbs)

Put all the ingredients into a blender and blend until smooth (about 30 sec). Pour into chilled glass. Garnish with a pineapple wedge or a maraschino cherry.

Jumm...

En á ekki örugglega einhver uppskrift af ÁFENGUM kokteilum? Ég held ég kunni að gera mojito ennþá....

mánudagur, apríl 25, 2005

Gott plan, ég skal standa mig í að blanda kokteila, þó ég megi ekki drekka þá sjálf. Fæ mér bara mojito með sprite...OJJ!!
Hvaða kokteilar eru á óskalistanum? JÁ vitiðið hvað!! Af því að mojitoið var ekki nógu gott í bústaðnum, þá fékk ég mojito skál í jólagjöf. Það heitir víst mortél, en ég er alveg til í að gera mojito í nýju mojito skálinni minni :=)
Fylgifiskar? Ætlið þið að mæta með einhverja? Ég held að Snorri sé ekki endilega með núna, en ég get dregið hann með hvenær sem er, hann er voðalega meðfærilegur alltaf.
Alltaf reddar mútter okkur!

Jú líst vel á planið hjá þér! Höldum okkur bara við það, það klikkar aldrei ;-)
Mætum bara upp úr 17 með kokteilana!
Er þetta ekki gamla góða planið?

Lilli og Mútter í búð og redda mat, eftir Ellu uppskrift með twist frá Afa

Steplu skrítlurnar fara í mjólkurbúð og Ávaxtasafabúð Sigurbjarnar eftir drykkjum

Mæting er

Mútter, Lilli, gamla, Stebba, Ella, Hildur, Inga pinga ... fleiri??

Eldamennska um 17.00 í nýju sloti gömlu...

howsat???
ég mæti.
Ég ætla að mæta á laugardaginn, það vill reyndar svo óheppilega til að það er óvissuferð í vinnunni hjá Tóta á laugardaginn en ég ætla bara að fara með guttann upp í sveit og láta mömmu hlaupa á eftir honum. Ef það verður 3ja rétta eigum við þá ekki bara að byrja frekar snemma? Kannski um kl. 18? Hvernig líst ykkur á það? Mín vegna má alveg byrja fyrr. Ég er ekki með neinar hugmyndir um mat en líst vel á kjúklinginn hjá Ellu.
jæja nú eru bara nokkrir dagar til stefnu!! ætla ekki allir að mæta? hvað verðum við mörg? einhverjir fylgifiskar? hvenær eigum við að byrja á laugardaginn? hvað sagði afi? er ekki 3-rétta?

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Afi kemur á morgun í bæinn, ég rek spíss í gegnum kallinn og grilla hann um upplýsingar...hann hefur allavega verið slatta í Kingston svo hann hlýtur að muna eitthvað, nema hann sé að leyna einhverri neyslu afurða úr jurtaríkinu...

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Ég ákvað að ríða á vaðið og skella inn jamaikönsku uppskriftunum sem ég fann um daginn.

Jamaican Jerk kjúklingur (f.4)
1 msk mulið allrahanda krydd
2 tsk mulinn kanill
4 vorlaukar, saxaðir
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð
1/2 tsk þurrkað timian
2 tsk ljós muskovado sykur
1 msk sólblómaolía
4 kjúklingabringur
2 lime
ferskt kóríander

Setjið krydd, lauk, chili, timian, sykur og olíu í matvinnsluvél eða blandar og maukið. Saltið ef vill. Líka hægt að nota mortél.
Makið þessu mauki á allan kjúklinginn og setjið á grunnan disk. Látið bíða allaveganna í 30 mín í ísskáp, best ef hann er marineraður yfir nótt.
Kreistið safa úr 1 lime yfir kjúklinginn. Steikið á grillpönnu eða grilli við vægan hiti í amk 25-30 mín, snúið einu sinni. Dreifið kóríander yfir og sneiðum af lime og berið fram.

Kókoshrísgrjón og baunir (f.4)
200 gr basmati hrísgrjón
1 stöngull af fersku timian eða slatti af þurrkuðu
smá chiliflögur eða duft
4 vorlaukar, í sneiðum
400 g dós af kókosmjólk
400 g dós af rauðum nýrnabaunum

Hreinsið hrísgrjónin í sigti og setjið síðan í pott. Bætið timian, chili og 2 vorlaukum út í. Blandið kókosmjólk við vatn þar til blandan verður 600 ml og setjið út í pottinn. Saltið. Sjóðið í 8 mínútur með lokið á. Hellið af baununum og hreinsið þær. Bætið þeim út í hrísgrjónapottinn. Sjóðið áfram í 3-4 mín með lokinu á þar til hrísgrjónin eru tilbúin. Dreifið afgangnum af vorlauknum yfir.

Og síðast en ekki síst,
Jamaican Rum Punch (f.4-6)
100 g grófur sykur
150 ml ferskur limesafi (sirka 5 lime)
425 ml jamaíkanskt romm
600 ml exotic ávaxtasafi
mulinn ís
sneiðar af ananas, lime og appelsínum

Setjið sykur í mæliglas og hellið yfir sjóðandi vatni upp að 300 ml markinu. Hrærið til að leysa upp sykurinn. Kælið.
Hellið sírópinu í stóra skál og bætið í limesafa, rommi og ávaxtasafa. Hrærið vel. Setjið helling af mulnum ís í glösin og hellið punchinu yfir. Skreytið með ávaxtasneiðum.

Nokkrar hugmyndir í safnið!!!
Jæja gamla mín, til hamingju með flutninginn. Verst að komast ekki að sjá dýrðina þann þrítugasta. En það verður nú heldur betur gleði hér í svíaríki þann dag, Helga ætlar að koma til mín í nokkra daga eftir að hafa verið á ráðstefnu í Uppsala og þennan dag 30 apríl halda svíar út á götur borga og bæja og skvetta ærlega úr klaufunum. Þetta er þeirra verslunarmannahelgi þannig að það verður gríðarlegt stuð. Annars er fer þetta nú að styttast í annan endann hjá mér, ekki nema rúmar 6 vikur eftir af náminu og þá er það bara Skandinavískt frí í hálfan mánuð með familíunni. Var að ljúka við að lesa bókina Engla og Djöfla eftir Dan Brown. Fjallar um þegar allt fer fjandans til þegar verið er að kjósa nýjan páfa. Mjög dramatískir og hroðalegir atburðir eiga sér stað. Hvet fólk til að lesa hana núna á meðan páfakjörið fer fram.
BT
Gömlu þykir virkilega vænt um okkur Hildur. Hef aldrei séð hana tala um óáfenga drykki áður. Það verður rosa gaman. Endilega skellið uppskriftum á netið. Mútter... ertu búin að spyrja afa um uppskriftir? Þær hafa alltaf heppnast rosa vel.

mánudagur, apríl 18, 2005

Til lukku gamla með flutninginn ! Líst vel á pleisið miðað við myndirnar sem maður sér á síðunni þinni, endilega dæla inn fleirum.... svakalega ertu nú þolinmóð, ég væri genginn af göflunum að bíða í svona 3-4 mánuði, ég hef alltaf flutt innan 1-2 vikna í þau skipti sem ég hef staðið í búferlaflutningum !
Jamm, þurfum svo að fara dúndra inn uppskriftum, syttist í gleðina eftir tæpar 2 vikur... er ekki málið að byrja nógu snemma og dunda sér við matseld og skála í kokkteilum (óáfengir fyrir suma). Ennþá 100% mæting í gangi, fyrir utan að sjálfsögðu BT, vonum að það breytist ekki !
Hafði það af!!! Flutt inn :) jeijj!!! Partyið er sem sagt on hjá mer... kanski þurfa allir að koma með stóla en það er þá bara skemmtilegra.. ehagi? Er ekki orðið tímabært að finna ljómandis uppskriftir og tilheyrandi???? Veit að það er ekki viðeigandi að minnast á óáfenga drykki í vinarhópnum en eg fann í gær nokkrar uppskriftir... handa þeim sem eru í ástandinu....

fimmtudagur, apríl 14, 2005

ohh hvað verður gaman hjá ykkur í sumar!!!! Það er fátt jafn skemmtilegt og að plana ferðalög!
Ég sit heima núna og læt mér leiðast, blóðþrýstingurinn er eitthvað að stríða mér svo það lítur út fyrir að þessi meðganga verði jafn stembin og fyrri. Nema að er auðvitað aðeins erfiðara að vera með lítinn sprækan gaur á heiminu. En vonandi næ ég að lækka hann og fæ að fara að vinna aftur fljótlega. Ég var svo sniðug að fá tölvuna lánaða hjá bróðir hans Tóta og get því hangið á netinu allan daginn og stytt tímann þannig. Ætla sko að vera extra dugleg við að gera ekki neitt heima svo ég þurfi ekki að liggja inni á sjúkrahúsi seinni hluta meðgöngunnar, en nóg um það! Ég stefni samt að því að koma og hitta ykkur 30.apríl, þið látið mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get gert.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

ÆÐISLEGT Inga!
Þetta verður gaman. Ég get vel mælt með öllu í Austurríki. Það eru æðislegar bændagistingar allsstaðar og allt mjög barnvænt, líka hægt að fá hús, og fólkið er frábært. Þegar ég var úti með Halldór 1 árs færði fólkið með bændagistinguna mér endalaust volga mjólk úr fjósinu í pelann :=) Ég var þá rétt hjá Salzburg, sem er frábært svæði, og það er fullt af vötnum þar í kring. En ég myndi velja eitthvað ódýrt og barnvænt. Ég hef pantað í gegnum eina heimasíðu sem mér finnst lang best http://www.tiscover.at/home/index_at.html?_lan=en
Ef þú ferð í provinces þá getur þú valið Salzburger land, en það er örugglega fínt fyrir ykkur að vera þar ef þið eruð að koma frá Þýskalandi. En... úps... ætlaði ekki að fara að plana allt fyrir ykkur, er víst ferðaplansjúk ;)Er búin að vera á netinu að panta sumarhús og bíl á Spáni í endaðan júní. Hlakka svo mikið til.

mánudagur, apríl 11, 2005

Var víst búin að lofa að fara að pikka inn uppskriftirnar af þessum jamaíka réttum sem ég rakst á um daginn. Busy busy í dag, kemur síðar.

Inga, Móseldalurinn er geggjað svæði, voða notó. Örugglega hægt að finna hús til að leigja þar, prufið bara að leita á netinu. Svo veit ég að N-Ítalía er líka geggjuð, t.d. öll vötnin, Como, o.fl. Eflaust dýrt við Como en það eru sveitir þarna sem eru mun ódýrari. Enn og aftur borgar sig bara að leita á netinu. Með Austurríki vísa ég á Stebbu!!!

Fann m.a. þetta á netinu:
http://www.vacationhouses.com/index1.asp

http://www.vacationvillas.net/index.cfm

http://www.accommodix.com/index.asp

http://www.holiday-rentals.com/

Góða skemmtun að leita!
Við vorum að panta okkur ferð út í sumar :) .... eða í haust réttara sagt .. 30. ágúst. Við ætlum að fljúga til Frankfurt með vinafjölskyldu okkar Garðari, Sigrúnu og Emmu. Þar hittum við Tryggva og Björt kærustuna hans. Svo ætlum við að finna okkur einhvern stað í S-Þýskalandi, Austurríki eða N-Ítalíu til að slaka á í 10 daga. Hugmyndin er að leigja hús/bústað einhversstaðar á þessum slóðum, helst einhversstaðar uppí sveit eða rólegum stað þar sem við getum verið öll saman, 6 fullorðnir og 3 börn. Hefur einhver ykkar hugmyndir?

sunnudagur, apríl 10, 2005

Líst líka vel á þetta þema :-) Ég var vorið 1996 í útskriftarferð í Dómeníkanska Lýðveldinu. Þá var bara drukkið romm daginn út og inn. Eftirminnileg ferð þrátt fyrir rommið... vorum ekki rænd nema 2 sinnum. Annað skiptið var allur hópurinn rændur af bílstjórum jeppasafarísins og hitt skiptið voru nokkrir rændir af herbergisþernum. Við vorum bara um 20 stykki og allar stelpurnar sem voru lausar náðu sér í einn súkkulaðibrúnan og ein gekk svo langt að sofa alltaf með honum í strákofanum hans utan við ferðamannaparadísina þar sem hún sagðist hafa verið vakin á hverjum morgni af hana sem stóð á rúmgaflinum. Ég verð nú samt að viðurkenna að jafnmikið samansafn af fallegum karlmönnum hef ég aldrei áður séð.

laugardagur, apríl 09, 2005

Líst feyki vel á jamaíka þemað... sjálfur fór ég til Jamíka vorið 1996 í útskriftarferð Versló nemenda, rosa gaman en allt öðruvísi upplifun heldur en Kúbu ferðin okkar 1999. Á Jamaíka lá maður bara á ströndinni og í rólegheitum í 2 vikur á sínu strandhóteli og lítið var um ferðalög og fleira skemmtilegt. Rommið var fljótandi og stemmning rosalega afslöppuð, full afslöppuð stundum - held að þeir heimamenn reykji sumir of mikið af Ganzja. Sjálfur prófaði ég það ekki, en lyktin af þessu algjör viðbjóður, eitthvað Hasslegt við það allt ! Man að bjórinn þeirra, Red Stripe, var mjög góður - örugglega ekki til í ríkinu, en kokkteilum var maður lítið í, eflaust svipað og á Kúbu, Ærí man....

föstudagur, apríl 08, 2005

Þetta á eftir að verða skemmtileg upplifun. Ég bíð spenntur að heyra hvernig þér líður eftir fyrstu nóttina. Ég vona að það sé upphitun þarna, nema að þú sért með góðan svefnpoka. Fyrir þá sem vilja sjá myndir þá eru þær á þessari slóð:

http://www.trainhostel.com/eng-photo.asp
Hehehehe,
Einmitt það sem ég hugsaði. Greyið Eddie, þetta er eitthvað hrikalegt :)
Hlakka til að fá lýsingarnar hér inn. Annars hlýtur þú að geta fengið að lúlla hjá dad ef að það rignir inn!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

"þú hlýtur að fá þetta á mjög sanngjörnu verði" .... hvernig finnst ykkur þetta hljóma?? á ég að hlakka til ? ...
Mér sýnist það vera augljóst að mom & dad hittist í Lundi!

Snilld að bjóða upp á gistingu í lestarvagni! Einhversstaðar sá ég líka farfuglaheimili um borð í skipi sem lá við bryggju. Hvort það var bara ekki í Svíþjóð líka?!

Þetta verður greinilega heljarinnar veisla 30. apríl. Enn gaman, ég er þvílíkt farin að hlakka til! Jamm, jamaíkauppskriftir, ættum að geta fundið út úr því! Skal pósta inn þessar sem ég fann um daginn!
En hvaða kokteila drekkar jamaikabúar? Eða eru þeir bara í hassinu??
Já verðurðu í lestinni. Ég hjóla fram hjá henni á hverjum degi (er í 10 mín göngufjarlægð frá íbúðinni minni). Hélt nú lengi að þetta væri ónýt lest sem hefði dagað þarna uppi, en svo sá ég glitta í farfuglaheimilismerki í gegnum rykið. Þú hlýtur að fá þetta á mjög sanngjörnu verði.

BT
Er í Lundi 10. til 14. maí og gist nálægt lestarstöðinni í einhverjum parkeruðum lestarvagni.

Staðfesti að ég hafi séð ´nyja kærastann hennar Mörtu en ber við minnisleysi varðandi öll smáatriði :)

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hej min lille sode familia! :) Jú jú eg er að vinna í þessu eins og mother focker til að hafa allt klárt fyrir 30 ap. Mér líst rosa vel á að hafa jamæka þema... er til í að fara að leita að góðum uppskriftum og þviumlíku fyrir kvöldið :) er það svo ekki bara að draga fram reggí-safnið og hafa litagleðina í fyrirrrúmi?? Mikið hlakka ég til :) Ég verð nú líka að segja ykkur að eg stend nú líka fyrir fjölgun í okkar fagra hópi :) ekki barn en buin að eignast (ekki keyptur þó þið haldið það) þennan ljómandi myndalega kæresta. Það væri ljómandi hugmynd að hafa hann til synis 30 ap. hhmm sjáum til hvort hann hættir sér!! hann er að vísu buin að hitta Eddie þannig hann veit út i hvað hann er að fara.... hhhmmm ja og er skotiní mér þannig hann gerir sér alveg grein fyrir þessu.. :-
Eddie hvaða daga verður þú í Lundi?

Allt í góðu hér nema póstþjónustan í Svíþjóð er alveg að fara með mig. Helga sendi mér afmælispakka í vetur, fékk aldrei neinn miða í póstkassann um það og þegar ég vitjaði hans í þriðja skiptið á pósthúsinu þremur vikum eftir sendingu þá loks fékk ég pakkann (þá átti að fara að senda hann til baka). Þegar ég fór til Íslands um páskana gleymdi ég gemsanum, sem er reyndar alveg ágætt en Helga vildi endilega senda mér hann út. Hann fór semsagt með hraðpósti fyrir tæpri viku síðan og er ekki kominn ennþá, þetta kallast kannski hraðpóstur í Svíaríki.

mánudagur, apríl 04, 2005

Þið teljið mig með 30. apríl að sjálfsögðu! ALLIR að mæta (sem sagt þú líka Inga pinga!!) nema BT, ég hiit hann bara í Lundi! Minns er bara að drukkna í vinnu núna lokaspretturinn í HÍ og nóg annað að hellast yfir...
Til lukku Stebba og co. !
Ef þetta hefði verið skrifað deginum áður á síðuna þá hefði maður kannski verið með "smá" efasemdir...... 1. apríl og það allt !
Ég hugsa að þetta verði allt stelpur hjá ykkur elskunum.... Edda, Hildi og Stebbu, upphafsstafir ykkar mynda orðið SHE, þ.e. hún, þ.e. hún stelpan. Spái 3 stelpum á árinu !
Inga, að sjálfsögðu mætir þú, you're one of us.... þú átt bara eftir að kíkja til Kúbu, reddar því seinna ;)
Gamla, hvernig gengur að standsetja íbúðina ? Verður allt klárt 30. apríl...
Til hamingju Stebba!!!!! 3 nýjir fjölskyldumeðlimir á einu ári, það er nýtt met :)
Og Inga, auðvitað mætir þú 30.apríl, ekki spurning!!
Til hamingju Stebba!!! Æðislegar fréttir!!! Geggjað!
Það eru nú meiri lætin í þessari familíu!!!
En ég segi eins og Inga, mig grunaði nú að það færi að koma að barni númer 2!!!

Hlakka til að sjá ykkur öll í vor... og auðvitað ertu líka boðin Inga!

laugardagur, apríl 02, 2005

Takk fyrir hamingjuóskir :)
Inga, auðvitað ertu með... við þurfum kannski að láta skrifa undir ættleiðingarpappíra þegar við hittumst ;)
En skemmtilegar fréttir!!!!!!!!!!!!!!!!!! Til hamingju Stebba til ykkar allra! Eitthvað fann ég nú þetta á mér samt sem áður.... Mér finnst svo skemmtilegar svona barnafréttir eins og þið nokkur hafið fengið að kynnast :)

30. apríl. Er ég líka boðin? Ef svo er þá er ég til :)
Til hamingju elsku kellingin mín. Það er nú ekki ónýtt fyrir Halldór að fá lítið systkin. Það er aldeilis að það er fjör á kúbuliðinu ég segi ekki annað. Ég náttúrulega mæti ekki 30 apríl en verð með ykkur í huganum. Nýbúinn að klára fyrri kúrsinn ekki búinn að fá út úr prófinu en gekk bara vel að ég held. Fór heim um páskana, var mjög gaman að hitta liðið, drengurinn bara farinn að tala eins og fullorðinn maður þvílík breyting síðan ég fór. Annars hefði Helga nú átt að fá frí frá barnauppeldi meðan ég var heima, en það var nú öðru nær. Ég veiktist um leið og ég kom úr hinu steriliseraða umhverfi í Svíþjóð í horið heima og lá þrælveikur í rúminu í nokkra daga þegar ég átti að vera að læra fyrir próf. Það var því lítið á mér að græða heima fyrir.
BT
30.apríl er tekinn frá. Það væri gaman að vera með Jamaika þema.
Ætla ekki allir að mæta. Endilega skrifið hvort þið komist. Svo skiptum við verkum og plönum eitthvað æðislegt. Við getum verið hér, en ef gamlan okkar verður komin með slotið í stand, þá væri rosa gaman að vera þar.
Ég lofa að vaka lengi, en mun ekki drekka mig fulla, verð bara bílstjórinn ykkar :=) Ég ætla nefnilega að taka þátt í að fjölga í kúbufjölskydlunni, 3.kúbubarnið kemur í heiminn um miðjan október (er komin 12 vikur núna).
Það er stór dagur í dag, Halldór er 5 ára, ég er núna að baka pizzur fyrir afmælið. Það mæta nokkrir hressir úr hverfinu ;) Þetta verður fjör!!!!

föstudagur, apríl 01, 2005

Ég er sko alveg til í kúbukvöld 30.apríl, búin að taka daginn frá. Mér er alveg sama hvort við höfum Kúbuþema eða eitthvað annað. Vorum við ekki að tala um að taka með okkur kúbumyndir eða var það eitthvað annað kvöld? Ég á líka fínar partímyndir og myndir úr ferðunum okkar, gæti líka verið gaman að kíkja á þær aftur.

Annars er allt fínt að frétta hjá mér, bara þetta same old. Við erum á fullu í garðvinnu, Agli til mikillar gleði, hann er aðallega í því að leita að ormum til að hrekkja mömmu sína með. Nú á sko að fara að búa til smá leikpláss í garðinum svo að ég þurfi ekki að sitja á róló í allt sumar.