miðvikudagur, mars 09, 2005

Stilltar stelpur.... ég held að þær séu bara með stilltara móti. Rakel var pínu erfið einu sinni en í dag tekur hún alveg sönsum og auðvelt að rökræða við hana. Auðvitað tekur hún oft köst eins og börn gera, en það er nánast alltaf hægt að finna einhver ráð til að þagga niður í henni. Tinna hefur alltaf verið ofsalega góð. Ég finn að hún aðeins að nálgast erfiða stigið, sama stig og Rakel var á, en þetta verður mun vægara held ég. Ég er samt sem áður aðeins farin að finna fyrir hvað það er mikið að gera með 2 börn. Sem BETUR FER á ég ótrúlegan mann sem tekur algerlega jafn mikinn þátt og ég í að hugsa um stelpurnar, við gerum allt í sameiningu því maður hefur stundum verið kominn að því að setjast niður og fara að grenja þegar maður var með báðar öskrandi yfir sér :) Ég ætlaði alltaf að eignast 3 börn, en núna er ég á báðum áttum... hugsa að það sé langt í það ef af því verður.

En annað.. ég er að leita mér að íbúð um helgina, aðallega fyrir mig og stelpurnar :) Hérna á allt að fara í rúst og ég ætla ekki að vera heima vaðandi í skít, ryki, silfurskottum og málningapest um helgina takk fyrir. Veit að sum stéttafélög bjóða upp á íbúðir í Rvk. Vitiði um eitthvað svoleiðis?

Engin ummæli: