föstudagur, mars 04, 2005

Já talandi um skíði, ég gæti nú farið á gönguskíðum í skólann á hverjum degi þessa dagana. Búinn að vera snjór í heilan mánuð núna. Í hvert skipti sem ég hringi heim er þetta fína veður, snjólaust og hiti. Búið að vera helvítis leiðinda veður hérna í vetur, mætti ég þá frekar velja íslenskt veður já takk. Annars allt við það sama hér um slóðir. Sprakk hjá mér á leiðinni í skólann sem er nú kannski ekki svo fréttnæmt, en því var nú reddað í snatri. Ég og íslenskur félagi minn funduð þetta fína hjól fyrir utan blokkina, eiginlega alveg ónotað, og notuðum dekk og slöngu af því hjóli og settum á mitt. Þetta kallast nú að redda sér, enda var dekkið á mínu hjóli alveg orðið ónýtt. Félagi minn fann þetta fína hjól fyrir frúnna sína, sem er eiginlega alveg nýtt, náði að opna lásinn og nú hjólar hún um allt á þessu. Mitt hjól er nú að verða fjári lélegt, þyrfti að fara að fá mér nýtt.

Kuldakveðjur frá Lundi,
BT

Engin ummæli: