þriðjudagur, mars 08, 2005

Það er nú fínt að heyra að fjölskyldumeðlimum gangi allt í haginn. Hinni fjölskyldunni minni gengur bara vel með einstæðri móður og tveimur börnum. Ég held að Helga hafi nú öfundað mig soldið í vikunni þegar ég hringdi og hún var með bæði börnin öskrandi í sitthvort eyrað, drengurinn með öll sín uppátæki og stríðandi systur sinni. Á meðan sat ég í mínu herbergi, drakk bjór og horfði á Eurosport. Það er náttúrulega pakki að vera einstæð móðir, sérstaklega þegar um er að ræða dreng sem ekki má líta af og er held ég að verða hálfgerður Halldór hennar Stebbu. Hann er að verða svo mikill hávaðaseggur segir móðir hans. Ekki veit ég hvaðan hann hefur það!!

Lundarkveðjur,
BT

Engin ummæli: