þriðjudagur, mars 08, 2005

já það er rétt hjá Ellu.... við höfum ansi mörg verið svolítið löt við að skrifa hingað inn !
Það kemur vonandi með góða veðrinu eða kalda vatninu eða bæði :)
Hjá mér er allt svipað að frétta, fínt að búa í Grafarvogi... flott umhverfi, góðar gönguleiðir, stutt í bæinn en fyrst og fremst er íbúðin sem við Hildur búum í alveg frábær og okkur líður mjög vel þar. Ekki skemmir útsýnið fyrir !
Haldiði ekki að maður hafi bara rekist á "stór-fjölskylduna" á vappi um helgina í bænum, Ingu Jóns og co. ;) tveir barnavagnar með tvær skottur í ! Ég stríddi nú Ingu aðeins (sorrí Inga) og sagði henni að barnið sem ég hélt á (litla yndislega frænka mín sem við vorum að passa um helgina, tæplega 1 árs) væri mín !! Mér sýndist Inga hálf orðlaus í smá tíma áður en ég sagði henni sannleikann (sorrí aftur ;).
Maður er farinn að hlakka töluvert að við hittumst öll við tækifæri, í lok apríl hljómar vel (30. apríl) og við reynum vonandi öll að gefa okkur tíma til að tjútta smá; með smá undantekningum að sjálfsögðu.
Bið að heilsa í bili, lofa að fara skrifa meira á bloggið - eins og við öll vonandi !

Engin ummæli: