já það er sko gaman að sjá svona marga pósta. Ég geri einmitt eins og allir hinir, kíki á hverjum degi og vona að einhver annar sé búin að skrifa... Annars gengur ágætlega að kenna, alltaf nóg að gera. Er núna að basla við að undirbúa skemmtiatriði fyrir árshátíðina og að reyna að stjórna krökkunum í því og svo eru foreldraviðtöl í gangi líka svo að ég hef eiginlega bara alltof mikið að gera. En í staðinn fær maður nú líka ágætt páskafrí, það verður dásamlegt!!! Ég kannast svo við svona óþekka stráka, þegar ég sótti minn á leikskólann á föstudaginn var mér tilkynnt að hann hefði verið í slagsmálum fyrr um daginn. Hann var með stærðarinnar bit á hendinni og hinn er vel klóraður í framan. Og svo er hann bara alltaf útum allt og veit ekkert skemmtilegra heldur en hamagang og læti. Skil ekki hvaðan krakkinn fær þessa orku!! Við förum sko í eltingarleiki mörgum sinnum á dag!! Ég var í sónar í gær og það gengur bara vel með litla krílið það sparkaði og veifaði höndunum fram í okkur, ætli það sé ekki annar orkubolti á leiðinni!! Hefði ekkert á móti stilltri stelpu (eða strák) í þetta skiptið! Eru ekki annars litlar stelpur alltaf stilltar Inga?? |
miðvikudagur, mars 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli