Nákvæmlega B.T ég skil alveg hvað þú ert að meina. Veit heldur ekki hvaðan Halldór hefur þennan hávaða! Annars er greyið í miklu agaprógrammi hjá sínum erfiðu foreldrum. Hann fær plús fyrir að vera duglegur, en mínus fyrir óþekkt. Þetta hefur gefist vel, hann fær peninga í verðlaun fyrir að vera búinn að safna 8 plúsum, en missir einn plús fyrir 3 mínusa. Hann er alveg að ná þessu, og heldur sig oftast við betri hegðunina til að fá verðlaun. Svo kom í ljós að drengurinn var farinn að blóta svakalega mikið, fóstrurnar höfðu orð á því, það var strax sett upp mínusakerfi fyrir blót...fyrir alla fjölskylduna, því að fyrirmyndirnar verða víst að vera í lagi líka, og viti menn....mamman er komin með flesta mínusa :{
Hann er í fimleikum tvisvar í viku til að tæma orkugeyminn, það hefur gengið ágætlega. Það er milljón að fylgjast með þessum strákum, eru einsog hópur af öpun, alltaf hoppandi og alltaf æpandi. En núna er þetta svo mikill lúxux miðað við íþróttaskólann, að foreldrarnir mega bara sitja á pöllunum og lesa blaðið og slaka á (þeir sem geta slakað á í látum...sem ég er orðin vön að gera;).
Ég er byrjuð að plana sumarfrí til Spánar þegar við Snorri erum búin að útskrifast í júní...þá verður gaman. Við erum mjög ánægð hér í Grafarholti, Halldór búin að eignast leikfélaga, stelpur (sem eru að vísu frekar miklir villingar). Þetta verður örugglega villingahverfi.
Svo verðum við að vera dugleg að halda áfram að setja inn fréttir.
Alltaf gaman að lesa frá ykkur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli