Jæja þá er komið að Lundarpistli. Keppti á kóramóti í Gautaborg síðustu helgi. Þvílík keppni. Kom heim með risastóran bikar, hef aldrei unnið svo stóran bikar á ævinni. Um kvöldið var þvílíkt jamm, náttúrulega drukkið úr bikarnum eins og maður mest mátti og eftir matinn fóru náttúrulega allir á hinn sögufræga stað Dancing Dingo. Fer heim eftir tvo daga, soldill spenningur í loftinu. Verð nú reyndar farinn aftur áður en ég veit af og fer í próf um leið og ég kem út aftur. Ef þið viljið vita meira um hvað Björn Traustason er að aðhafast þá er bent á fylgiblað Morgunblaðsins í gær. Það kom víst út kynningarblað um nýjan Landbúnaðarháskóla Íslands og viðtal við nokkra vel valda starfsmenn skólans.
Kveðja
BT
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli