Hæ! Jú það er alveg rétt, alltof lítið skrifað og svo kíkir maður daglega og hugsar: "ohh enginn búinn að skrifa" og svo skrifar maður ekki sjálfur. Vinnan er fín, eiginlega bara rosalega fín. Það fín að ég er á báðum áttum með námið í haust sem ég hafði hugsað mér að fara í. Þarf aðeins að vega og meta þetta.. hef allavega nokkra mánuði áður en ég þarf að gefa svar :) Það er reyndar brjálað að gera, búið að hrúga á mig endalausum verkefnum og ég bara að vinna 6 tíma á dag. Þess fyrir utan er Tinna í aðlögun hjá dagmömmu upp í Breiðholti (sem gerir það að verkum að það fara 2 tímar á dag í dagmömmukeyrslur), og svo er Rakel orðin veik í 700.000 skipti á árinu. Ég er enn að velta fyrir mér hvernig ég á að redda morgundeginum.
Jú ég hitti Bödda og fjölskyldu á lau. Jú það kom sekúndusjokk þegar hann sagðist eiga krílið... hraðspólaði til baka og var að spá í hvort ég væri virkilega svo illa upplýst að Hildur ætti barn... :) Hann var bara svo stoltur og pabbalegur þegar hann sagði þetta að þessi efi læddi sér inn.
Við erum að kaupa Hagamelinn. Búin að gefast upp á því að leita okkur að einhverju og ætlum að láta okkur þetta duga í nokkur ár. Ætlum bara að taka þetta aðeins í gegn og gera þetta svolítið töffaralegt fyrir okkur töffarana. Get ekki beðið eftir að fara að eyða í parket, flísar og innréttingar :)
þriðjudagur, mars 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli