Ummm strætó.
Ég þurfti að taka strætó um daginn, það var ekki gaman. Fór með strætó í vinnuna, og það tók 30 mínútur, sem tekur 10 mínútur á mínum bíl. Svo þegar ég ætlaði að fara heim, þá tók ég fcing fimmuna í vitlausa átt, og var allt í einu komin lengst uppá Bústaðarveg, og klukkan 20 mínútur í fimm... leikskólinn lokar kl 5. Ekki sjens að taka annan til baka, hefði tekið mig 45 mínútur að komast niðrá leikskóla. Sem betur fer var gamlan okkar á ferðinni og gat bjargað mér vestur í bæ. Ég er kannski bara of vitlaus fyrir strætó. Allavega er græna kortið ekki efst á listanum yfir jólagjafirnar mínar. En ef ég lifði í ideal heimi, þar sem ég þyrfti aldrei að vera að stressa mig neitt, og gæti unnið bara 4 tíma á dag, og Halldór gæti reddað sér sjálfur á leikskólann, þá myndi ég bara dingla mér í strætó.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli