Jæja.. við stelpurnar kíktum til Ágústu í gær. Litli prinsinn var að sjálfsögðu einstaklega fríður og mjög góður. Ágústa var líka hin hressasta og leit stórvel út :) Hún var náttúrlega búin að stafla bakkelsi á borð og baka vöfflur eins og sannri húsmóður sæmir ;) Við áttum þarna ofsalega fína stund og maður sá að við hittumst ALLTOF sjaldan. Ég er virkilega ánægð með framtak Ellu að koma upp þessum kúbuvef og bjóða mér að vera með, þá allavega er maður í sambandi!
Sem sagt: stórgóður þriðjudagur í gær!
miðvikudagur, september 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli