Jæja...... Eddie fékk ég sms frá þér í gær?? Ef svo er þá þakka ég kærlega fyrir :) Ég þekki nefnilega einhverja þarna úti í Englandi en þetta var eitthvað Eddiealegt.
En ég verð að deila með ykkur helginni :) Kallinn nebblega bauð mér í óvissuferð á afmælisdaginn. Eina sem ég fékk að vita var hvenær væri brottför og heimkoma.. og svo smá listi yfir það sem ég ætti að taka með mér. Við enduðum í sumarhúsi í Fljótshlíðinni með fullt af góðum mat, spilum, tónlist, heitum potti, engum börnum og feykinóg af brennivíni og þið getið ímyndað ykkur ef þið leggið þetta allt saman hver útkoman var :) :) :) úfff hvað ég skemmti mér vel! Daginn eftir kíktum við aðeins á Seljalandsfoss og fundum okkur svo garð þar sem við settumst í sól og 16 stiga hita og borðuðum afmæliskökuna. Þetta var sem sagt stórgóð afmælishelgi. Reyndar var Rakel Birta eitthvað ósátt við okkur þegar við komum heim..... M&P skildu Rakel ALEINA eftir hjá Ö&A og svo bara sár grátur eins og við hefðum svikið hana.... góði aldurinn þegar maður gat hent henni hvert sem er og hvenær sem er í pössun - er liðinn.
mánudagur, september 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli