Tilkynning frá FL (ef þið hafið ekki fengið þetta sent)
Heil og sæl öll, nú er ekki seinna vænna en að hefja vetrarstarf Félags landfræðinga. Stjórnin hefur því ákveðið að halda bjórkvöld næstkomandi föstudagskvöld, 1. október, á Players í Kópavoginum. Við ætlum að hittast þar kl. 20:00. Vonandi geta sem flestir mætt og hitt gamla og nýja félaga. Nemendur eru að sjálfsögðu velkomnir. Varðandi áframhaldandi dagskrá í vetur er hugmyndin að halda litla málstofu um valið efni í hádeginu miðvikudaginn 13. október. Það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Svo ætlum við að halda "Landfræðidaginn" 17. nóvember en meira um þetta einnig síðar. Stjórnin vonast til þess að sem flestir geti mætt á þessa viðburði. bestu kveðjur, Hjalti J. Guðmundsson, formaður FL.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli