Já Ella mín, ég samhryggist. Þó svo að tíminn sé kominn þá er maður einhvernvegin aldrei tilbúinn :(
Ég er líka hætt að vera lasin. Ég var á námskeiði hjá skattstofunni í gærkvöldi, í kápunni, með trefil, ullarvettlinga, paratabs í veskinu og hnerraði og hnerraði. Þetta var námskeið nr. 2 af þrem og ég skil ekki af hverju ég var að mæta. Ég vildi bara ekki sóa peningnum. Honum var samt vel sóað því ég var svo uppdópuð af verkjalyfjum að ég man EKKERT um hvað var rætt. Athuga hvort ég geti ekki bætt þetta upp í kvöld.
Þó það sé lítið að gerast hjá mér, þá verð ég að deila með ykkur gleði Hrefnu bestu vinkonu og æskuvinkonu minnar. Hún fór til Parísar í helgarferð núna um helgina með Agli kærastanum sínum og hún fékk bónorð á litlum hótelsvölum hjá Signu eftir rómantískan kvöldverð. Það er óhætt að segja að Hagamelurinn hafi verið á floti í tárum eftir fréttirnar.
miðvikudagur, september 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli