Mér datt eitt í hug! Eigum við ekki að fara til Ellu frekar næsta vor? :) Ég er bæði orðin mjög spennt og svo er víst verið að skipuleggja hina frægu fjölskyldu USA ferð næsta haust. Það er ekki bara mér sem finnst gaman að fara í ferðalög... öll fjölskyldan mín er með þessa ólæknandi bakteríu og nú eru víst 10 ár síðan farið var rúnt um USA síðast svo að tíminn er kominn. Síðast var ég 17 og skemmti mér misvel með fjölskyldunni. Þar áður var ég 7 ára og fannst skelfilegt að sitja svona lengi í bíl.. núna er ég orðin 27 ára (á sunnudaginn ;) og er bara ansi spennt. Þannig að ég þarf víst aðeins að hugsa um "Elluferð" ef hún verður næsta haust.
Annars er ég lasin núna.. hef ekki verið lasin í mörg ár og mér líður eins og að ég sé 5 ára. Halli stakk af og ég var miður mín: "Ætlarðu að skilja mig ALEINA eftir??.... en en en hver á að hugsa um mig??"
Jæja.... ég var farin að sakna þess að sjá smá pistil á blogginu og núna get ég allavega lesið það sem ég er búin að skrifa! Síjú!
þriðjudagur, september 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli