Mér var hugsað til SVR og græna kortsins og setti saman smá stöku sem vinsamlegast lesist frjálslega:
Sálmurinn um Græna Kortið!
Í stórviðri ég úti stend
og eftir strætó bíð
Ég á víst ekki vafa stund:
nú væri gott að eiga bíl!
En hugsjónin mér hugnast best
og læt ei bugast nú
Ég steyti hnefann meðan fótar fest
ögn flyst ti hægri snú
Meðan vindur vinnur mig á flug
ég vef fingrum um hrímaðan staurinn
og meðan láréttur í logandi byl,
kemur ekki logn yfir gaurinn
Ég lyppast niður og lemst við staurinn
með læsta fingur um járnið,
þegar loksins marglofað vagn-helvítið
læðist fyrir hornið
Ég seilist ofan í skyrtuna
og upp kemur slitið kortið
En framhald ferðar í hlýjuna
var undir hrímfjötrum fingra orpin
Lifi Strætó!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli