miðvikudagur, september 29, 2004

Tilkynning frá FL (ef þið hafið ekki fengið þetta sent)

Heil og sæl öll, nú er ekki seinna vænna en að hefja vetrarstarf Félags landfræðinga. Stjórnin hefur því ákveðið að halda bjórkvöld næstkomandi föstudagskvöld, 1. október, á Players í Kópavoginum. Við ætlum að hittast þar kl. 20:00. Vonandi geta sem flestir mætt og hitt gamla og nýja félaga. Nemendur eru að sjálfsögðu velkomnir. Varðandi áframhaldandi dagskrá í vetur er hugmyndin að halda litla málstofu um valið efni í hádeginu miðvikudaginn 13. október. Það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Svo ætlum við að halda "Landfræðidaginn" 17. nóvember en meira um þetta einnig síðar. Stjórnin vonast til þess að sem flestir geti mætt á þessa viðburði. bestu kveðjur, Hjalti J. Guðmundsson, formaður FL.

þriðjudagur, september 28, 2004

Ég get bara ekki svarað fyrr en að þessu kemur... langar náttúrlega - en svolítið erfitt :) Sjáum til, kannski hentar þetta allt bara mjög vel!

jæja við erum allavega orðin fimm sem erum til í bústaðaferð... þá er nú kominn grundvöllur fyrir að panta bústað, spurning með Ingu Jóns og BT... ella þú kíkir svo bara um kvöldið !
 Posted by Hello
Ég er alveg til í bústað hvenær sem er í nóv. Bara ekkert planað þá held ég. Og ég er líka til í að fara til Brussel næsta vor en er sko ekki byrjuð að leggja fyrir, er að leggja fyrir London ferðinni í lok okt. Mig hlakkar ekkert smá til enda hef ég ekki farið til útlanda síðan við komum frá Kúbu!!

mánudagur, september 27, 2004

Jeii! Eru ekki allir farnir að leggja fyrir?? Ég verð að upplifa þessa Kúbustemmingu með ykkur!
Ég rambaði fram á kúbanskan veitingastað á rölti mínu í Brussel um helgina. Hér er því hægt að hafa gott kúbukvöld. Út að borða á kúbanskan og svo djamm á Mojito á eftir!

Annars held ég að það sé einhver kúbustemming í gangi hér í Belgíu. Við fórum líka til Gent um helgina og þar var skemmtistaður sem hét Havana Club!!!!

laugardagur, september 25, 2004

Maður missir bara af öllu!!! Ferðamálafræðipælingum og bústaðapælingum og ég veit ekki hvað!

Jepps, við mæðginin erum komin aftur til Brussel. Loksins! Og fékk svo heimsókn strax eftir að ég kom, er enn í að guida vinkonu mína um Brusslu.. aðallega búðirnar!!! Gaman!
Mikið saknaði ég rúmsins míns... og súkkulaðisins!

Svo er bara nóg að gera. Ég þarf víst að setja í húsmæðragírinn eftir að gesturinn er farinn... Milli þess sem ég hleyp á eftir barninu.
Annars eru helstu fréttirnar af Kjartani, hér eru komnar 3 tennur... komu allar í EINU! Hefur ekki verið mikið sofið. Hann er á skrilljón út um allt hús, annað hvort í göngugrindinni eða mjakar sér á rassinum. Og svo er hann farinn að standa upp!!! Þurfti að lækka botninn í rúminu hans í einu grænum eitt kvöldið þegar minn maður tók sig til og stóð þar upp! Skælbrosandi!

Takið bara frá miðjan nóv, ég tala bara við þá hjá NATÓ og redda þyrlu. ;-)

fimmtudagur, september 23, 2004

Ég veit ekki betur en að allur nov sé óplanaður, svo að mér er alveg sama, helgin undan eða eftir.
ég er með kvef nú þegar!! Nail away ol'boy, menn verða bara að koma og hafa gleði...þetta er ekkert stórmál ef við festum bara dagsetningu :) erþaekki!!
ég verð að vera duglegri að líta hér inn! missi af ollu! komin heim eftir fina ferð til Bristol og stutt stopp í london. námskeiðið var bara fint og þykist ég vera vitrari um viðfangsefnið fyrir vikið :l mið nóv hljómar rosalega vel! verðum að fá með potti svo við getum öll fengið kvef :)
you tell me...... viðbrögðin mættu vera betri en mér sýnist miður nóv. kannski henta flestum, hverjir myndu koma ef ég myndi fastsetja bústað helgina 19-21.nóv ? ég er samt ekki viss um að það myndi henta mér, frekar helgin áður eða helgin eftir...
Hei !! Hvað varð um bústaðarplön Lilli??? Erum við að miða á miðjan nóv öll??? Ella ertu farin til Belgíu aftur??...Hvar er Gamlann??

miðvikudagur, september 22, 2004

Takk fyrir :) Búin að þessum andskota.
time-budget diaries, er nokkuð sem er í miklu uppáhaldi í rannsóknum á daglegri hegðun fólks...svo ég geri ráð fyrir að leisure time-budget, hafi með þann tíma að gera sem fólk hefur til umráða í sínum frítíma, hve mikin, hvenær o.s.v...
Meira.......
"leisure time-budgets" hvað þýðir það?? S.s. : "eftirspurn hjá einstaklingum fer í mörgum tilfellum eftir leisure time-budgets". Þetta getur ekki þýtt sá peningur sem má fara í leisure time því þá væri bandskrik á milli leisure og time.... Ég er alveg orðin heiladauð :( Sorrý... ég skal rétt bráðum fara að koma með skemmtilegri innlegg á bloggið... þegar þetta er búið....
Stuttur útdráttur um hvern kenningasmið er það sem hún hefur, þe. einhverskonar lista ef ég skil rétt?

Lykillinn hér er að fatta í grunninn hvað hver er að segja og reyna að koma því á framfæri. T.d. setja það upp í einni setningu fyrir sjálfri þér og svo taka allar setningarnar og sjá hverjar eiga við hver aðra, þannig búa til eins konar 'þema nálgun' sem gefur kannski 2-4 breið þema sem hver kenningasmiður er flokkaður í. Svo innan hvers þema er hægt að láta kenningasmiðina vinna með (A segir sem styður hugmyndir B) eða á móti hver öðrum (A byggir upp X sem hinsvegar samkvæmt B fullnægir ekki Y) eða einfaldlega setja þá í tímaröð...svona sem mér dettur helst í hug...
Þið snillingar.... vantar smá ráð...
Ég er að hjálpa frænku minni með verkefni í ferðamálafræði og hún er með texta sem hún á að taka útdrátt úr. Þetta er sem sagt texti um kenningar þ.a.m. þarfapýramída Maslow og fl. Þetta er á ensku og fjallar um alla þessa kenningasmiði. Þeir eru taldir upp og þeirra hugmyndir, sagt í stuttu máli frá hugmyndunum og svo kemur næsti kenningasmiður og hans hugmyndir og stutt frá þeim o.s.frv. Hvernig í ósköpunum er hægt að draga eitthvað út úr þessu? Hugmyndir?? Ég get ekki tekið bara annan hvern kenningasmið, eða aðra hverja kenningu hans né sleppt því að segja aðeins frá kenningum því annars verður þetta óskiljanlegt. Hilfe!

þriðjudagur, september 21, 2004

Til hamingju með afmælið Inga.
Hér er einn í tilefni daganna.
Tveir giftir-sitja á barnum og eru að spjalla saman.
"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið semég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."

mánudagur, september 20, 2004

Jamms jamms ég smellti smá sms í telefni dagsins frá pöbbnum í Durham þar sem ég drakk þína heill. Er ekki gaman að vera til núna?! Ég kem heim á fimmtudaginn í næstu viku með allt mitt hafurtask en stoppa bara í 3 daga og fer svo 12 daga til Finnlands í eitthvað verkefni í Lappalandi sem hefur með siðfræði að gera. Magnað maður á bara ekkert að fá að koma heim...!
Elsku Inga, til hamingju með daginn. Ekkert smá æðislegt að fá svona afmælisdekur :)
Jæja...... Eddie fékk ég sms frá þér í gær?? Ef svo er þá þakka ég kærlega fyrir :) Ég þekki nefnilega einhverja þarna úti í Englandi en þetta var eitthvað Eddiealegt.

En ég verð að deila með ykkur helginni :) Kallinn nebblega bauð mér í óvissuferð á afmælisdaginn. Eina sem ég fékk að vita var hvenær væri brottför og heimkoma.. og svo smá listi yfir það sem ég ætti að taka með mér. Við enduðum í sumarhúsi í Fljótshlíðinni með fullt af góðum mat, spilum, tónlist, heitum potti, engum börnum og feykinóg af brennivíni og þið getið ímyndað ykkur ef þið leggið þetta allt saman hver útkoman var :) :) :) úfff hvað ég skemmti mér vel! Daginn eftir kíktum við aðeins á Seljalandsfoss og fundum okkur svo garð þar sem við settumst í sól og 16 stiga hita og borðuðum afmæliskökuna. Þetta var sem sagt stórgóð afmælishelgi. Reyndar var Rakel Birta eitthvað ósátt við okkur þegar við komum heim..... M&P skildu Rakel ALEINA eftir hjá Ö&A og svo bara sár grátur eins og við hefðum svikið hana.... góði aldurinn þegar maður gat hent henni hvert sem er og hvenær sem er í pössun - er liðinn.

fimmtudagur, september 16, 2004

Ummm strætó.
Ég þurfti að taka strætó um daginn, það var ekki gaman. Fór með strætó í vinnuna, og það tók 30 mínútur, sem tekur 10 mínútur á mínum bíl. Svo þegar ég ætlaði að fara heim, þá tók ég fcing fimmuna í vitlausa átt, og var allt í einu komin lengst uppá Bústaðarveg, og klukkan 20 mínútur í fimm... leikskólinn lokar kl 5. Ekki sjens að taka annan til baka, hefði tekið mig 45 mínútur að komast niðrá leikskóla. Sem betur fer var gamlan okkar á ferðinni og gat bjargað mér vestur í bæ. Ég er kannski bara of vitlaus fyrir strætó. Allavega er græna kortið ekki efst á listanum yfir jólagjafirnar mínar. En ef ég lifði í ideal heimi, þar sem ég þyrfti aldrei að vera að stressa mig neitt, og gæti unnið bara 4 tíma á dag, og Halldór gæti reddað sér sjálfur á leikskólann, þá myndi ég bara dingla mér í strætó.

Góða skemmtun í vetur ed... svona sé ég þig fyrir mér í kuldanum ! Posted by Hello
Mér var hugsað til SVR og græna kortsins og setti saman smá stöku sem vinsamlegast lesist frjálslega:

Sálmurinn um Græna Kortið!

Í stórviðri ég úti stend
og eftir strætó bíð
Ég á víst ekki vafa stund:
nú væri gott að eiga bíl!

En hugsjónin mér hugnast best
og læt ei bugast nú
Ég steyti hnefann meðan fótar fest
ögn flyst ti hægri snú

Meðan vindur vinnur mig á flug
ég vef fingrum um hrímaðan staurinn
og meðan láréttur í logandi byl,
kemur ekki logn yfir gaurinn

Ég lyppast niður og lemst við staurinn
með læsta fingur um járnið,
þegar loksins marglofað vagn-helvítið
læðist fyrir hornið

Ég seilist ofan í skyrtuna
og upp kemur slitið kortið
En framhald ferðar í hlýjuna
var undir hrímfjötrum fingra orpin

Lifi Strætó!
Arghhh!! Jól, smól, spól!! Í byrjun sept voru menn byrjaðir að lýsa jólavörum í búðum í útvarpinu og mamma minntist á þau í síma fyrir 2 vikum..er ekki í lagi??? Hvað varð eiginlega um Carpe Diem, lifa lífinu lifandi og allt það? Það eru bara vísakort sem fá að lifa fram í tímann :) ! Annars veit ég um manneskju sem gæti viljað spyrja eitthvað, hún ásta var náttúrulega að kaupa rekstur kaffistofu Þjóðminjasafns og MV, hún gæti notað þig Inga! ... Ella gangi þér vel með kistulagningu, ég geri ráð fyrir að málin hafi verið tekin og allt passi, svo er bara að ganga úr skugga um að holan sé á réttum stað, eitthvað klikkaði það nú í Newcastle í gær jarðarfaragestum til mikillar armæðu...njótið slyddu og slagveðurs heima, 2 vikur eftir í sólinni þar til ég stend í blessuðum strætóskýlunum í öllum veðrum og eðlilega lofsyng SVR og græna kortið...Gleðileg Jól! :-)
Takk fyrir allar kveðjurnar! Maður er alltaf nokkuð brattur en svo er kistulagning í dag og jarðarför á morgun, get lofað ykkur að það verður allt á floti. :-(
Samúðarkveðjur til ykkar veiku stúlkna... gengur ekki! Ég er svo fegin að hafa sleppt öllu slíku, en Kjartan náði sér í kvef og er að gera mömmu sína geðveika því hann sefur ekki á nóttunni þessa dagana! Bæði kvef og tennur í einu! Úff...
Ég held ég kaupi mér svo þyrlu og komi með í bústað!
Námskeiðið í gær gekk vel.. þannig að ef það eru einhverjar spurningar um skattskil fyrirtækja, tekjuskráningu, rekstarform og virðisaukaskatt... eða ef ykkur langar að stofna með mér fyrirtæki :) þá hafið þið bara samband.
Með bústað.. þá er ég líka meira spennt fyrir nóv. því þá er ég kannski hætt með Tinnu á brjósti... ég nenni engu svona öðruvísi!
Í gær þegar ég sat í roki og rigningu í strætóskýli þá fann ég mér til skelfingar að ég er komin í pínu jólaskap :( Ég byrja nú yfirleitt snemma því það fyrirfinnst örugglega ekki eins mikil jólastelpa og ég... en þetta líst mér ekki á. Miður september og rúmir 3 mánuðir til stefnu.. en ég HLAKKA BARA SVOOOOO TIL! Jahérna...

miðvikudagur, september 15, 2004

Já Ella mín, ég samhryggist. Þó svo að tíminn sé kominn þá er maður einhvernvegin aldrei tilbúinn :(

Ég er líka hætt að vera lasin. Ég var á námskeiði hjá skattstofunni í gærkvöldi, í kápunni, með trefil, ullarvettlinga, paratabs í veskinu og hnerraði og hnerraði. Þetta var námskeið nr. 2 af þrem og ég skil ekki af hverju ég var að mæta. Ég vildi bara ekki sóa peningnum. Honum var samt vel sóað því ég var svo uppdópuð af verkjalyfjum að ég man EKKERT um hvað var rætt. Athuga hvort ég geti ekki bætt þetta upp í kvöld.

Þó það sé lítið að gerast hjá mér, þá verð ég að deila með ykkur gleði Hrefnu bestu vinkonu og æskuvinkonu minnar. Hún fór til Parísar í helgarferð núna um helgina með Agli kærastanum sínum og hún fékk bónorð á litlum hótelsvölum hjá Signu eftir rómantískan kvöldverð. Það er óhætt að segja að Hagamelurinn hafi verið á floti í tárum eftir fréttirnar.
Sonur minn kom með buxurnar sínar til mín í morgun þar sem ég lá í rúminu, veik og of þreytt til að fara framúr. Hann vildi vita hvort hvort þær væru hreinar, ég gleymdi því að síðustu 3 ár eru fötin hans ALLTAF full af sandi og snéri buxunum fyrir ofan hausinn á mér. Sirka 2 fötur af sandi sturtuðust yfir mig og rúmið. Svo að ég varð að stökkva upp úr rúminu og RYKSUGA það og mig klukkan hálf átta í morgun.
Jæja, er að hætta að vera veik.
Eddie, ég er með annað ráð sem heldur Snorra heima, en get ekki skrifað það, gætu börn lesið síðuna einhverntímann.
Vont með ömmuna Ella mín, vona að hún hafi stimplað sig út á réttum tíma...Var annars að spjalla við gömluna í Bristol og það á að telja hana með í bústað. Mið nóv í Brekkuskóg til að Hildur komi, nær en Rvk!! og þá getum við 'trashað' Geislabauginn líka!! ... Ekki hef ég drepist enn hér úti úr veikindum eða öðru, jafnvel eftir að var keyrt á mig tókst mér að hjúkra mér sjálfum en mikið djöfull verður maður lítill og ömurlega einmanna þá...þið eigið ekki að láta Halla eða Snorra komast upp með að fara frá ykkur í sekúndu, um leið og þeir fara í skóna, bara byrja með: oh ég haf aldrei fundið þennan verk áður, eða; geturðu hitað smá mat ég er svo svöng, eða; þú verður að hjálpa mér í bað mér líður svo illa, eða; áttum við ekki græna frostpinna í botninum á frystikistunni, eða; guð! heyrðirðu þetta?? það kemur örugglega aftur, eða; ég missti hringinn hennar ömmu ofan í vatnlásinn ég verð að fá hann...o.s.v....sumsé láta þessa kappa vinna fyrir titlinum kærasti, now is the chance!!
Elsku Ella mín, leiðinlegt að heyra af ömmu þinni, sendi samúðarkveðjur....

Það er nú ekki mikið mál að redda bústað, ég er sko með góð sambönd. Held að við séum með um 20 bústaði á okkar snærum ;) Helgin er reyndar dýrari hjá okkur, 9000 kall held ég. En ég er að fara út akkúrat þessa helgi 29-31 okt. svo ég tek undir þetta hjá Stebbu, frekar svona um miðjan/seinni hluta nóv.

þriðjudagur, september 14, 2004

Ella mín, leitt að heyra... samúðarkveðjur frá okkur á Eggertsgötunni.

Lille Bro er snilli pilli milli. Ég segi bara on líka, og skipulegg allt annað útfrá þessu ;) En ef þið eruð til, þá er ég meira fyrir svona sirka miðjann... endaðann nóv. Er nefnilega að fara að flytja um endaðan sept, svo fer ég strax í 8 daga vatnamælingaferð (heilalaus í nokkra daga eftir það) og ætla svo að bjóða ykkur í brjálað innflutningspartý í lok október. Annars er ég alveg til í sumarbústað fyrst og svo partý, einhvernveginn allavega.

Inga ég veit nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum, ég er búin að vera veik í nokkra daga líka, og nú fór Snorri út í fótbolta og ég vona bara að ég deyji ekki á meðan. Hér áður, þegar ég bjó ein, þá hélt ég líka að ég myndi deyja ef ég var veik, en það gerðist aldrei.
Count me in!!
Samhryggist þér ella með ömmu þína :(

eddi ég fer ekki að punga út 7500 kr til að fastsetja bústað og svo kemst enginn kannski þá helgi ! Fyrst þurfa fleiri að sýna áhuga svo getum við fundið dag og ákveðið.
Hæ hæ. Nóg af planlaggningu í gangi!
Ég er enn á Íslandi, kemst bara ekki neitt. Hún amma mín dó á sunnudagsmorguninn, bara 3 tímum áður en flugið fór svo ég frestaði för og verð hér fram á næstu helgi til að vera við jarðarförina. Ísland vill bara ekki sleppa mér!
Ég ætla samt ekki að vera hér fram í október þótt mig dauðlangi með ykkur í bústað. Legg til að þið farið öll saman í bústað, hellið ykkur full og gerið samkomulag um að koma til mín og halda næsta kúbukvöld í Brussel! Jei!!
Inga, skal sjá hvað ég get gert með Halla.. hlýtur að vera hægt að koma drengnum þarna inn... Kannski vantar þeim skúringarkarl!!! Sendi þér fullt af vorkennj... hundleiðinlegt að vera veikur og enginn til að hjúkra manni!
Ég get fengið stóran bústað helgina 29-31.október... þetta er samt fljótt að fyllast sýnist mér, eitthvað er líka laust í nóvember. Verð 7.500 kr fyrir helgina.
Það munar ekki um planleggingar og læti!! Hvernig væri nú bara að negla dags. í bústað í Brekkuskóg og ræða allar hugmyndirnar yfir öl og góðum mat??
Ella! Þið reynið bara að koma Halla inn hjá EFTA... skúringar eða eitthvað :) Þá er málið leyst!
Mér datt eitt í hug! Eigum við ekki að fara til Ellu frekar næsta vor? :) Ég er bæði orðin mjög spennt og svo er víst verið að skipuleggja hina frægu fjölskyldu USA ferð næsta haust. Það er ekki bara mér sem finnst gaman að fara í ferðalög... öll fjölskyldan mín er með þessa ólæknandi bakteríu og nú eru víst 10 ár síðan farið var rúnt um USA síðast svo að tíminn er kominn. Síðast var ég 17 og skemmti mér misvel með fjölskyldunni. Þar áður var ég 7 ára og fannst skelfilegt að sitja svona lengi í bíl.. núna er ég orðin 27 ára (á sunnudaginn ;) og er bara ansi spennt. Þannig að ég þarf víst aðeins að hugsa um "Elluferð" ef hún verður næsta haust.

Annars er ég lasin núna.. hef ekki verið lasin í mörg ár og mér líður eins og að ég sé 5 ára. Halli stakk af og ég var miður mín: "Ætlarðu að skilja mig ALEINA eftir??.... en en en hver á að hugsa um mig??"

Jæja.... ég var farin að sakna þess að sjá smá pistil á blogginu og núna get ég allavega lesið það sem ég er búin að skrifa! Síjú!

mánudagur, september 13, 2004

Hehe, þessi gaur fékk örugglega hugmyndina af síðunni minni, fundist búningurinn kúl.


Er þetta nokkuð Halldór stebba mín ???  Posted by Hello
Sú hugmynd kom upp hjá stebbu í júlí um að kíkja kannski í bústað í haust og halda almennilegt kúbutjútt. Hvernig er stemmarinn ? Ég sé á bókunarvef BHM að það virðist vera nokkuð auðvelt fyrir mig að fá stóran bústað í Brekkuskóg (rétt hjá Laugarvatni) með svefnplássi fyrir slatta, 5-6 rúm á staðnum og örugglega svefnloft, svo er pottur og allt að sjálfsögðu.
Til hamingju svo Gústa með stráksa, myndardrengur og FH-ingur býst ég við !

föstudagur, september 10, 2004

Allir að kíkja í gestabók :)

fimmtudagur, september 09, 2004

Nú er fimmtudagur og ég hef lokið við síðasta kaflann í ritgerðinni miklu! öll orðin komin á blað og nú er bara að finna þeim stað. En gaman...urgh! ég get ekki hugsað mér að húka hérna allar næstu 3 vikurnar... svo ég bókaði flug og gistingu í Mexíkó borg...reyndar í janúar en allavega nóg til að hlakka til. Mig langar til að sjá prinsinn hennar Gústu, er ekki barnalands linkur á hann eins og allt annað sem kemur í heiminn um þessar mundir??

miðvikudagur, september 08, 2004

Jæja.. við stelpurnar kíktum til Ágústu í gær. Litli prinsinn var að sjálfsögðu einstaklega fríður og mjög góður. Ágústa var líka hin hressasta og leit stórvel út :) Hún var náttúrlega búin að stafla bakkelsi á borð og baka vöfflur eins og sannri húsmóður sæmir ;) Við áttum þarna ofsalega fína stund og maður sá að við hittumst ALLTOF sjaldan. Ég er virkilega ánægð með framtak Ellu að koma upp þessum kúbuvef og bjóða mér að vera með, þá allavega er maður í sambandi!
Sem sagt: stórgóður þriðjudagur í gær!
Hvaða hvaða, ok kannski létt of-soðnir taugahnyðlingar í hausnum, eða kannski er maður bara svona mikill rómantíker og á bara eftir að lenda í öllu fjörinu...ég í fílabeinsturni??? Nei aldrei :)...allavega ég sé bara hvernig er komið fyrir Bretum. Búa allir sem lengst frá vinnunni og keyra alla morgna inn í bæ og borg með umferðar öngþveyti sem oft varir klukkutímum saman og er tugir km á lengd. Allir einir í bíl með tómum strætisvagn á 1 km fresti fastur í röðinni. Bæirnir eru ekkert nema götur, bílar um allt hávaði, mengun og læti allir að troðast áfram til að komast sitt í tífalt framlengdum eigin líkama...hvurslags samfélag er þetta eiginlega?? Ég vil meina að þó við 10földum Hringbrautina verður samt nóg af bílum til að fylla hana svo lengi sem við tökum ekki upp aðeins önnur gildi..Amen!
já Eddi minn þú ert alveg stórskrítinn eða kannski er ég bara svona skrítin, ég vil nefnilega helst eiga STÓRAN bíl, helst 7 manna jeppa. Svo væri fínt að eiga annan frúarbíl, svona til að skjótast á leikskólann og í búðina ;) Það væri ekki slæmt...Enda eru engir strætóar á Selfossi svo ég hef góða afsökun fyrir því að þurfa bíl. Ég skil t.d. alls ekki hvernig Inga er að meika það bíllaus með 2 börn! Hún er algjör hetja!!

þriðjudagur, september 07, 2004

Já Eddie þú ert skrýtinn, amk fyrir Íslending!!! Gott framtak hjá þér að stunda strætó... en svo breytir maður um skoðun þegar maður er kominn með kríli og þarf að burðast með hálfa búslóðina þegar maður fer út úr húsi! Ég vildi ekki vilja vera bíllaus með ungabarn! Elska fína Mondeoinn minn...
Til hamingju með árin 30 Marta B. Því miður komst ég ekki í mannfögnuðinn þar sem ég var búinn að lofa mér í annað það kvöld ! Sýnist samt mæting af okkar hálfu hafa verið hálf dræm sem er miður... kúbutjútt og tilheyrandi verður að koma í staðinn og þá lofum við að syngja afmælissönginn þér til heiðurs !!

mánudagur, september 06, 2004

Er ég þá bara skrítinn...ég er að berjast í því að fá Astu til að selja bílinn og allir i Strætó. hún er sammála en bara hæg í gang, draumurinn er svo að kaupa risa, risa jeppa sem ég get unnið á og svo tekið alla í fjallaferðir, en það er afar langt í það!! Notaður Discovery var á 5 mill hjá B&L...bara rugl...Græna kortið hip hip húrra!
hei hei...
Mörtudjamm var mjög fínt... ég var samt í rólegheitahópnum inn í stofu... verð að segja að ég saknaði fjölskyldunnar!

Inga, ég kannast svo við þetta með bílinn. Hrafnkell alltaf hlær að mér þegar ég vil fá litla sæta bíla, hann vill stóra kagga, helst ameríska! Enda segir hann að karlar séu frá Detroit en konur frá Wolfsburg (þar sem VW Bjallan var framleidd). Gangi ykkur vel að komast að samkomulagi.

Hér kemur líka mín staðfesting á mætingu til Ágústu, man aldrei eftir að senda póst! Sjáumst þar.
Ég náttúrlega mætti ekki í Mörtudjamm. Til hamingju með stórafmælið Marta! Halli fór ekki einu sinni út þannig að ég hef ekki aðra afsökun heldur en peningaleysi, bílleysi, þreytu og vælandi barn/börn. Hvernig er það með ykkur... finnst ykkur bíllinn ykkar nauðsynlegur? Við eigum nefnilega ekki bíl og höfum aldrei átt, erum komin með 2 börn og förum allt í strætó, leigubíl, eða fáum bíla lánaða eða far.. og ég er orðin heldur þreytt á þessu. Maður skreppur ekkert í heimsókn, skreppur ekkert í búðir og skreppur auðvitað ekkert í bíltúr.. ÞEtta er reyndar komið á forgangslistann þegar Halli fær vinnu.. þá kemur vandamálið. Ég vil fá einhvern sparneytinn, rúmgóðan, ódýran bíl... meðan Halli vill flottan, kraftmikinn, dýran bíl... Þetta er kannski ástæðan fyrir því að við erum ennþá bíllaus.
Það er eitthvað rugl í tölvupóstinum mínum - þannig að ef þú fékkst ekki Ágústu-staðfestinguna þá er hún hér: Ég mæti. (svo fremi sem ég fái far eða lánaðan bíl! )
... og Stebba,.. það er allt í gangi... ferðu kannski að þurfa rimlarúmið þitt aftur? :)
Oh sumsé nafnið var eins óspennandi og mig grunti oh well: hvernig er Hjallabraut eða Úthlíð anyways...hvernig var Mörtu djamm!??

föstudagur, september 03, 2004

Eddie, Þorláksgeisli er í Þúsaldarhverfinu, þar heita allar götur eftir einhverju úr kristni á Íslandi....finnst þér það ekki SKEMMTILEG hugmynd, sérstaklega skemmtilegt að kalla þetta þúsaldarhverfi. Það lá við að Snorri vildi ekki flytja þangað útaf þessu.

En stelpur, Ágústa getur tekið á móti okkur kl 5 á þriðjudag. Sendið mér póst til að staðfesta ykkur á sgh@os.is
Bjórkvöld fyrir strákana á meðan stelpurnar versla í Brussel og málið er leyst...ég er með!

Ja sjálfur Þorláksgeislinn, hver finnur eiginlega upp á þessum nöfnum, er það helgi geislinn sem ljómar af honum Þorláki, þeim sem messan er skírð eftir?? Ef svo why?? á kallinn að hafa sofnað þarna eftir eitthvað fylleríið eða hvað? var þá 'geislinn' hugsanlega spían? ok sorry vulgar!!...allavega lýst vel á íbúðina og þá sérstaklega hið margrómaða 'ryksugukerfi' mun rannsaka það náið þegar ég mæti! Hinsvegar finnst mér merkilegt hvað flutningamódel Bjarna Reynars er að virka. Eftir HÍ allir upp í Breiðholt, Grafarvog o.s.v. 101 mun sakna ykkar og þar með ég! (ok Stigahlíð er í 105 en mjög nálægt og ég er að vinna í konunni varðandi flutninga...hinsvegar var verið að stækka rekstur Matstofunnar svo þið vitið hvar mig verður að finna fyrir jól: í kjallara Þjóðminjasafnsins að vaska upp!)

Hið illa plan varðandi HH er að vingast við karlinn (hei ekki þannig perrarnir ykkar!) og svo einn daginn stekk ég á hann og segi : Bö! ég er kommi!! ... þá fær hann heilablóðfall og deyr og ég fæ höfundalaun fyrir Laxness (af því að ég er ég ef einhver var í vafa um tenginguna) ... en eitt vandamálið leyst!

Gamla! sko ekkert að deyja inní rúmmi áður en gestirnir mæta annað kvöld! Hemja sig! have fun! minns verður í húshitunar (housewarming, þar sem í Englandi er ekki hiti settur í hús og fyrir komandi vetur eru þau hituð með stanslausu djammi) partýi í Newcastle hjá Jon og Lee...

fimmtudagur, september 02, 2004

Ég talaði við Gústu og henni leist vel á þriðjudaginn... hún ætlar að senda okkur póst og staðfesta tímann :)
Næsta haust í Brussel hljómar vel... ég er bara jafn óþolinmóð og Inga, mættuð alveg koma í vetur. Og það er sko NÓG pláss!!! Það er eitt gestarúm sem tekur 2, en hins vegar er nóg af herbergjum. Það væri bara hægt að fá lánaða bedda og dýnur og raða fólki niður á herbergin. Það er eitt aukaherbergi uppi sem er bara fyrir drasl, já og straujárnið!! Svo er risastórt vinnuherbergi niðri sem má alveg sofa í! Tja, svo er stofan á stærð við danssal, hægt að hafa flatsæng þar!

Líst vel á þriðjudag til Gústu. Ættum kannski að heyra í henni fyrst?
Já næsta haust.... verst hvað ég er alltaf svo óþolinmóð :) En þá geta allir frá og með þessum mán.mótum lagt pening til hliðar um hver mánaðarmót svo að það verði komin einhver ágætis - kúbusumma næsta haust! Allir með? :) ...
Já.. það er allt að verða vitlaust :)
Ég ætla að tala við Ágústu fljótlega og spyrja hvenær hentar.. sting kannski upp á þri.. gefa þeim smá pásu eftir heimsóknaflóð helgarinnar...
Kúbuferð til Brussel, það líst mér vel á! En stelpurnar fara kannski einar saman að versla... ekki hægt að versla með strákum ;)
Mikið er ég fegin að Inga er hér líka, veitti ekki af stuðbolta í hópinn.
Ella, hvað komast margir í gistingu hjá þér? Ef við kæmum kannski öll næsta haust... og myndum taka kúbudjamm í Brussel :=) Hljómar rosalega vel með Mojito staðinn!

Vá hvað er að gerast??? Maður hleypir Ingu inn og þá verður allt vitlaust!
Eða eins gott að við bættum Ingu við, þá gerist eitthvað á þessum vef!!!!

Hvaða dag ætlið þið til Gústu?

Til hamingju með nýju íbúðina Stebba, þetta er ekkert smá flott! Segi eins og Böddi, þetta var ryksugukerfið!

Nú og svo er alltaf hægt bara að halda Kúbukvöld í Brussel.... nóg af plássi, nóg af góðum mat og síðast en ekki síst þá er skemmtistaðurinn Mojito niðri í bæ!!!!!!
Stelpukvöld, stelpuferð, stelpu.... strákar hvað eigum við að gera, er ekki bjórkvöld fyrir BARA okkar strákana bráðum eddie ? Það þurfa nú einhverjir að hjálpa þér að klára tollinn ;)

Til hamingju Stebba með kaupin á íbúðinni, ljómandi flott hús... ryksugukerfið hlýtur að hafa gert útslagið fyrir ykkur Snorra (snilldaruppfinning, vildi að ég væri með svona!). Nú eykst úrvalið af stöðum til að halda almennilegt kúbukvöld og djamm. Verðum nú að ganga frá einu slíku í haust og innlima nýjasta meðliminn !

Ed ánægður að heyra með þig og Hannes, þið eigið nefnilega svo margt sameiginlegt, nú getið þið farið í hádegismat saman og spjallað og rökrætt !!
vá maður, það er aldeilis að vefurinn okkar tók kipp... og fullt af fréttum. Velkomin Inga, gaman að fá þig hingað. Til hamingju með stöðuna Eddi, það verður frábært að fá þig heim, kúbudjömmin verða örugglega oftar þegar þú ert komin heim :) og Stebba, líst vel á íbúðakaupin, þetta lítur ekkert smá vel út.

Mig langar með til Gústu, þið verðið að taka mig með!! Og svo finnst mér líka alveg komin tími á stelpukvöld (kaffihúsaferð eða rólóferð með grislingana), helst á meðan Ella er heima (sorry strákar :)). Veit ekki enn hvort ég kemst í afmæli en reyni.


miðvikudagur, september 01, 2004

Til hamingju! - Glæsilegt slot! Hlakka til að koma í heimsókn :) Það er ekki laust við að mig langi að fara að komast uppúr kjallaranum, sérstaklega þegar ég sé eitthvað svona. Fer að verða þröngt á þingi og svo er ég þreytt á að útsýnið mitt úr stofunni sé undir brúna kaggann á efri hæðinni..
vaaaaáá, allt í einu taka allir rosa sprett, nýr meðlimur og mútter að verða prófessor. Til hamingju, og ég vil að þú lemjir HH fyrir mig, svona fyrst þú ert þarna.
En ég er sko að fara að mæta hjá gömlunni minni á laugardaginn, búin að fá sólarhringspössun... svo ég geti verið þunn (ef þið vissuð það ekki). Ég vil líka endilega koma með ykkur til Ágústu, ég kemst hvenær sem er.
En ég verð að sjá til með Brussel ferð, við erum nefnilega að steypa okkur í íbúðarkaup. Flytjum um miðjan sept og hér er slotið http://www.stafnas.is í Grafarholtinu.
www.barnaland.is/barn/6549
Ég er svo ný í fjölskyldunni..... Marta og BT, hvaða tímar?
Ég er viss um að það verður létt að plata stelpurnar til Brussel, það þarf allavega ekki að plata mig! Og flott að Ella kíkir með til Ágústu, fleiri?
Hlakkar ekki smá til að koma heim, er að prumpa í mig :-)

Slóð: www.dur.ac.uk/e.h.huijbens

Allavega mæli með vefnum hann er 'updeitaður' og ein ný saga, þe. saga sumarsins undir 'what he writes', 'non-academic' svo 'newletters' og sagan er nýjust og þar með neðst 'the Icelandic Heatwave'....oh raunir leiðsögumannsins
Til lukku mom! Þetta er frábært!!! Er ekki bara góð tilfining að vera á leiðinni heim eftir allan þennan tíma? Er að fara að byrja í timum á eftir! Við BT verðum góð þarna saman í vetur!!
Inga og Eddie, sendið mér slóðina á síðurnar ykkar svo ég geti bætt þeim við!
Til hamingju með stöðuna Eddie!!!! Segi eins og Inga, það verður brill að heyra glefsur úr rökræðum ykkar Hannesar H.!! Væri til í að vera fluga á vegg þar!!
Ég er geim í allt, ætla að mæta í afmælið til gömlu, kíki með þér til Gústu Inga og svo eruð þið alltaf velkomin til Brussel. Bara svona til að heilla stelpurnar þá er helling hægt að versla þarna, shopping paradís, og svo er djammið víst gott... hef ég eftir au-pairunum í bænum, þær eru víst þær einu sem djamma af viti í Evrópuhöfuðborginni!
Djamm, djamm, hvað er nú það? Vonandi að einhver geti hjálpað mér að bæta þar úr.
Smá svekkt að ekki tókst að hóa í Kúbudjamm en hei, next time...
Hlakka til að sjá þig Eddie og til hamingju með stöðuna!! Hlakka til að heyra glefsur úr rökræðum ykkar Hannesar á blogginu... :)
Hæ! Já takk fyrir boðið í fjölskylduna. Ég er hæstánægð með ykkur. Í sambandi við laugardaginn þá er ég með pössun stóran hluta dagsins, og ég þarf bara að sjá til með kvöldið. Halli var nú búinn að panta kvöldið fyrir sjálfan sig og vini sína... en þar sem mér finnst ÉG eiga skilið öll kvöld og allar helgar næstu árin með mínum vinum, þá verður það allavega ekki til að stoppa mig. Ég læt vita. Í sambandi við Ágústu þá var ég að spá í að fara í heimsókn fljótlega eftir næstu helgi og allir eru velkomnir með mér. Ella, ef ´þú kemur með og ef ég sé þig ekki fyrr þá kippir þú kannski ömmustólnum með.... alger leti og framtaksleysi. En hvernig er svo með stelpu-skemmtiferð til Brussel? Eða á maður kannski að spyrja Ellu fyrst? :)

Welcome Inga! Sko fjölskyldan stækkar, sem betur fer fyrir ættleiðingar en ekki einhverskonar tímgun 'mom' and 'pop'...ahemm...Bókað flug 30. september fyrir endanlega heimkomu og hef störf við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands mánudaginn þar á eftir. Mun stunda ritstörf og kennslu frá skrifstofu í Odda að því er mér skylst og stendur víst til að planta mér við hliðina á stórvini mínum honum Hannesi H. Allavega Kúbudjamm er svo vissulega í spilunum, ég var búin að gleyma hvað þetta er gaman en var minntur á síðasta laugardag er minns tók sig til og bauð 12 manns í mat, þríréttað og allegræ með blómaskreytingum og öllu...þar til annað eins brestur á verða menn í stanslausri upphitun hjá gömlu...hasta la revolution, siempre!