föstudagur, júlí 01, 2005
Til hamingju með nýja bílinn Lilli! Ertu ekki ánægður með Fordinn? Við fengum okkur Ford Mondeo þegar við komum hingað og ég hreinlega elska þann bíl! Kraftmikill og góður og ekkert smá þægilegt að keyra hann. Og það var heldur ekkert leiðinlegt að fá að kaupa sér nýjan bíl einu sinni á ævinni. Ég fékk símtal þar sem ég var beðin um að velja litinn!!!! Materíalistanum mér þótti það ekkert leiðinlegt og ek nú um allan bæ á burgúndí rauðum bíl! Fer svolítið öfugt ofan í belgana sem vilja helst hafa sína bíla gráa, gyllta eða silfraða!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli