fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ég heyrði um daginn að allir sem fara í landfræði í háskóla hafa allavega eitt sameiginlegt og það er að vera ferðalaga-plana-sjúk. Ég er allavega alvarlega sýkt og hef alltaf verið og örugglega þessi ævintýraþrá sem dró mig í landfræðina. Málið er að ég hélt að allir hlytu að vera ferðalaga-plana-sjúkir. Hver hefur ekki gaman að því að plana ferðalög??? Jú það er bara fullt af fólki!Núna er tengdó úti í Kaupmannahöfn og þau spurðu MIG hvort ég gæti fundið gistingu og eitthvað skemmtilegt að skoða fyrir þau. Ég hélt það nú og var ekki lengi að redda því (planaði í leiðinni nokkur ferðalög sem við fjölskyldan getum farið einhverntíman). Svo er ég búin að plana ferðalag um Spán (þó við séum ekki á leiðinni þangað) og ekkert gróft plan heldur er ég búin að finna gistingu líka. USA ferð planaði ég um daginn, þá bara leiðina en lét gistingu bíða. Svo erum við að fara með vinahóp til Austurríkis og Ítalíu og ég fékk að plana Austurríkið (því það er fallegasta land sem ég hef komið til). En þegar ég var búin að plana Austurríkið þá fannst mér svo leiðinlegt að vera strax búin að því að ég fór að plana fleiri ferðir um Austurríki.. bara einhvern tíman seinna. Ég var meira að segja farin að hugsa um að skipta um gististað í Austurríki af því ég var svo fljót að plana það. Núna um verslunarmannahelgina erum við Halli svo að fara til Tallin og ég er búin að plana það allt. Við fljúgum til Helsinki og ég er að reyna að fá hann með mér í áætlunarþyrluflug til Helskinki í stað ferju. Ætli ég sé á réttri hillu í vinnunni? :-) Endilega fleiri myndir af litlu :-) Hvenær fær hún nafn?

Engin ummæli: