Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinnu-glugginn minn snýr að nýja Radison SAS hótelinu í Hafnarstræti/Pósthússtræti sem hefur hýst margan frægan síðan það var opnað í maí. Núna er staddur hér á landi hópurinn Jim Rose Circus. Sá hópur dvelur sem stendur á Radison og hefur spókað sig grimmt á tröppum hótelsins síðustu daga. Ég hef verið að dunda mér á dauðum tímum vinnunnar að virða fólkið fyrir mér. Í hópnum er einn gríðarfeitur maður sem er liðugur eins og köttur og hringar sig saman innan um keppina sína. Einn er það heppinn að hann getur föndrað þannig við typpið á sér að úr verður hamborgari. Tveir úr hópnum geta hengt þunga hluti í tungu og augnlok. Og svo eru tvær stúlkur, önnur er klámmyndaleikkona og getur farið í reipitog við typpi með klofinu á sér og hin kannski líka.. veit ekki en vonandi. Svo til að toppa allt þá fær einn heppinn áhorfandi að sofa hjá klámmyndakonunni
.....og ég sem í barnslegri einlægni eins og mér einni er lagið, ætlaði að fara með börnin í Sirkus.
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli