Til hamingju með bílinn Lilli! Mig langar líka í nýjan bíl, en umboðin vilja ekki taka gamla bílinn uppí nema að fá hann gefins, svo að við höfum ákveðið að skröllta á honum eitthvað í bili.
Við vorum að koma frá Spáni. Það var svo gaman, algjör fjölskylduferð. Tengdó kom með og bróðir hans Snorra sem er 12 ára, og hann er besta au-pair sem ég veit um. Lék við Halldór útum allt og ég bara endalaust í fríi. Þeir söfnuðu skordýrum og kvikindum úr sjónum, uppáhaldið hans Halldórs. Hann tekur upp öll hryllileg dýr og skoðar þau í krók og kring og spáir í hvar augun séu osfrv. Ég fæ alveg klígju. Hann er með magnaða aðferð til að ná kröbbum. Hann setur þumalfingur á bakið á þeim þannig að búkurinn þrýstist niður, og allar lappirnar veifa útí loftið, svo setur hann vísifingur undir að aftan og tekur þá þannig upp. Þeir klípa svo bara útí loftið. Hann er sem betur fer hættur að spyrja hvort ég geti geymt dýr fyrir hann í vasanum, skildi loksins að það er ekki í boði, en ég þurfti samt að ættleiða nokkur, t.d eðlu (sem hét Broddi), fiðrildi, engisprettu og margt fleira (þau þurftu náttúrulega öll að kalla mig mömmu). Þetta eru þeir sem fengu að koma inn, en það voru nokkrir sem þurftu að dúsa úti, krabbarnir til dæmis.
Á morgun ætlum við á hamingjudaga á Hólmavík. Ég minni á Strandirnar ef þið ætlið að ferðast eitthvað innanlands. Það er flottasta safn á Íslandi á Hólmavík http://www.vestfirdir.is/galdrasyning/index.php, og ég mæli sérstaklega með því að sjá þegar draugurinn er kveðinn niður, það er magnað.
En svo er komin vefsíða með öllu mögulegu um strandir http://www.strandir.is/
Af óléttu er allt fínt að frétta, kúlan stækkar en ég þyngist ekki eins mikið og síðast. Sem er auðvitað alveg frábært, því ég var eins og hvalur, en þið munið líklega eftir því :=)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli