Inga, ég veit alveg hvernig þér líður :)
Er líka alltaf að plana. Planaði allt fyrir okkur og tengdó á Spáni, og þau bara létu sig hafa allt sem mér hafði dottið í hug, greinilega fyrirtaks fólk :)
En núna langar mig mest í útilegu með gítar og romm, er búin að vera meira og minna veik og er að truflast. Kemst lítið út og get ekki neitt :(
Svo kom Sálarlag í útvarpinu ('þá vil ég vera með þér') og ég ýmyndaði mér að ég væri að fara með kúbufjölskyldunni í útilegu með grill, gítar (hmm, kann einhver að spila?) og romm og lopapeysu og þá leið mér allt í einu mikið betur.
Þið lofið að við getum einhverntíman látið þenna draum rætast!! Kannski næsta sumar!!
Skemmtu þér vel í Tallin Inga, kondu Halla bara á óvart með þyrlunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli