mánudagur, desember 13, 2004

Púff sit hér í skólanum og læt mér leiðast. Nú á að vera kynning á námskrá skólans og það eru 3 foreldrar búnir að koma, og alveg típískt að það eru foreldrar fyrirmyndanemana en ekki óþekktarangana. Og þeir eru sko nokkrir hjá mér. Einn er svo slæmur að ég lenti í slagsmálum við hann í síðustu viku, þurfti að halda honum niðri svo hann réðist ekki á annan nemanda og svo mig af því ég var að skipta mér af. Í síðustu viku þurfti skólastjórinn að koma 6 sinnum til að taka hann út úr tíma hjá mér og reyna að róa hann niður. Ég get sko alveg sagt ykkur það að kennarar sem eru með svona gaura í bekk eiga að vera á dúndurlaunum. Ég kem heim svona annan hvern dag alveg ákveðin í að hætta en hætti svo við næsta dag. Maður verður nú að þrauka allavega fram á vor...... Vona að ég fái aukaskammt af þolinmæði í jólagjöf....

Engin ummæli: