Humm.. heim... það verður eflaust ekkert fyrr en næsta sumar!
Þetta var svo löng útgerð í sumar og næsta sumar verðum við eflaust lengi til að græja allan brúðkaupsundirbúning og allt það... svo þið fáið víst ekki að sjá mig nema í tölvuformi fram að því!
En djö... hvað mig langar að hitta ykkur! Það er töluverður skortur á skemmtilegu fólki hérna í Brusslu og alveg ótrúlega merkilegt hvað mikið af liðinu hérna er snúið upp á sig og með nefið upp í loftið. Við höfum samt sem betur fer fundið skemmtileg fólk en svo tekur alltaf tíma að kynnast!
Ekkert sem jafnast á við gott partý með góðu gömlu vinunum!
Ég er samt að láta mig dreyma um að kíkja kannski í vor... eina viku eða svo... gæti notað brúðkaupsundirbúning sem afsökun!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli