föstudagur, desember 03, 2004

Oh, mig langaði líka að vera í álpappírspartíinu!!! Djö hvað það hefur verið gaman. Var aftur að skoða myndirnar. Snilld!!! Næst kem ég! Ég var eitthvað að kvarta yfir þessu á laugardagskvöldið, að allir vinir mínir væru að hittast í bústað og djamma ÁN MÍN! Mér var pent bent á að það væru til flugvélar! Svo ég fékk ENGA samúð! Crying

Inga, vá! Hvert er fólk eiginlega komið???? Jú, þú bara yfirgefur svona lið! Ég hefði líka sest út á tröppur og keðjureykt úr depressjón yfir því hvert heimurinn sé að fara! Úff...
Þá held ég að pottapartý með álpappír séu heilbrigðari!!!!!




Engin ummæli: