laugardagur, desember 04, 2004

Jeminn!! Hvur skemmtir sér eiginlega svona? Var ekki guðspekin og gátur lífsins krufðar, spurt að endimörkum alheims eða um tilvist sálarinnar, eru þetta kannski hinar öfgarnar?? Það er ansi sorglegt hvernig er komið fyrir sumum en soddan er þetta bara....lengi lifi álpappír!! Minns var í partýi með stjórnsýslu háskólans og skjögraði ölvaður um aðalbyggingu og reykti í laumi inni á nemendskrá með stýrunni þar vegna þess að hún nennti ekki út, rosa stuð...svo er núna partý með 50 12 ára gemlingum inni á Tæknigarði sem ég ber ábyrgð á þar sem mér er víst kennt um að hafa komið þessari vitleysu að í hausnum á honum...þetta ætti að vera ágætt...hmmmm perlu-g-strengur mmmmm....áhugavert!

Engin ummæli: