Mér finnst uppskriftin hennar Hildar rosa girnileg. Hvernig lýst ykkur á að við förum í matar og mjólkurbúð á laugardaginn áður en við keyrum til Selfoss?
Jamm keyra til Selfoss, Daddy cool, ætlar þú að vera á bíl?
Hvenær eigum við að leggja af stað? Kannski bara strax eftir hádegi? Nýjustu fréttir herma að Eddi sitji upp með einhverja tjékka í fanginu þangað til fram á kvöld og komist því ekki í matinn. Hann ætlar svo að bruna til okkar þegar hann er búinn að losa sig við þá. Við verðum því 5 í matnum.
Ég er með tillögu að nýju borgunarfyrirkomulagi fjölskyldunnar, við borgum 3000 fyrirfram inn á reikning hjá ábyrgum aðila (sorry Marta) og svo ef við eigum afgang þá fer það bara uppí næsta kúbudjamm. Mig langar helst að kjósa Lille bro í þetta hlutverk, hann er alltaf svo ábyrgur. Hvað segið þið um þetta fyrirkomulag?
Mér finnst líka að strákarnir eigi að koma með sína eigin brjóstahaldara í þetta skipti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mér líst vel á nýja borgunarfyrirkomulagið, hvað segir lille bro??? Væri ekki bara fínt ef þið komið svona ca. kl. 17. Ætla að reyna að fá kallinn til að mála þakið um helgina (ef veður leyfir) svo ég verð með Egil eitthvað frameftir degi. Annars eruð þið velkomin hvenær sem er, hvort sem kallarnir mínir eru heima eða ekki :) Svo sendi ég þá í pössun til tengdó og við höfum húsið út af fyrir okkur.
Skrifa ummæli