Afsakið kvöldið... halló hef ekkert verið á netinu síðustu dagana vegna anna. Er nefnilega kominn í sumarfrí og er búinn að vera mála og stússast í íbúð sem ég var að kaupa um daginn í Grafarvogi og var að fá afhent sl. þriðjudag !
Hef því lítið getað kíkt á síðuna síðustu daga og tekið þátt í undirbúningi hittingsins um helgina !
BT hringdi hins vegar í mig í dag og var staddur fyrir norðan í Þingeyjarsýslu og óvíst hvenær hann kemur í bæinn. Hann lofaði að láta mig vita sem fyrst. Eitthvað virðist ætla að verða fámennt á laugardag en vonandi að það rætist úr því.
Ég verð alveg á fullu á laugardag að mála en ætla að vera laus um sex í síðasta lagi en get ekki verið á bíl þannig að það er spurning hvernig maður reddar sér suður á Selfoss í heita pottinn ! Ég verð annars svo sóttur um nóttina kannski um 2-3 leytið þannig að ef einhvern vantar far í bæinn þá er það velkomið. Við verðum í bandi gott fólk !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli