mánudagur, júlí 05, 2004
Jæja gott fólk ! Þá er maður búinn að upplifa Metallica á tónleikum og þvílíkir tónleikar... allur pakkinn, hiti, reykur og sviti í salnum (minnti mann á gufubað), Metallica með 2 1/2 tíma prógramm og með alla rokk-slagarana sína pottþétta. Sviðið risastórt og ljósasjóvið frábært, 18.000 manns troðfylltu höllina og stemmningin mögnuð. Þetta er eitthvað sem maður hefði ekki viljað missa af, Metallica á Íslandi ég trúi því varla ennþá að þeir hafi verið hérna að spila þessir rokkguðir samtímans !!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli