Ég er nú ekki neitt rosa fiskfan en finnst humar voða góður. Hér er ein uppskriftir sem er girnileg en ég hef ekki prófað hana.
Sjávarréttir á teini
1 kg skelflettur, soðinn humar
250 g hörpudiskur
250 gr. stórar rækjur, skelflettar
60 gr. smjör brætt
2 msk. Fínt söxuð steinselja
2 msk. Sítrónusafi
4 stk. litlir tómatar
Salt og pipar
Matreiðsla Sjóðið hörpudiskinn við vægan hita í sítrónusafanum og smjöri. Setjið humar, rækjur, hörpudisk og tómata á grillpinna. Penslið sítrónu-smjörblöndunni yfir. Grillið við miðlungs hita í 10-15 mínútur, snúið reglulega og penslið. Stráið steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Borið fram með hrísgrjónum.
Eini gallinn er auðvitað að humar er rándýr og kannski risarækja líka, hef aldrei smakkað hana.
Endilega komið með aðrar hugmyndir....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli