mánudagur, júní 14, 2004

Rosalega líst mér vel á dagsetninguna. Ferðaplan sumarsins er komið, og ég er einmitt EKKI í ferð á þessum tíma. Mikið hlakka ég til, og ég VEIT að Lille Bro grátbiður um að fá að fara í eitthvað bleikt, ef hann mætir ekki í bleikri sundskýlu.
Mútter, þetta Freizeitschock verður hrikalegur atburður, legg til að þú verðir búin að gera þétta dagskrá til að farast ekki í þessu. En hvenær ætlaru að verja og útskrifast?
Ég er að díla við mitt eigið sjokk núna, búin í skólanum, og er með ToDo lista dauðans áður en við flytjum, en hvað gerist... ég NENNI ekki. Langar mikið frekar að vera í sólbaði og fara á strikið.
Við verðum að halda annað kúbupartý þegar að Ella kemur, mér finnst það algjört must. En það er svosem lítið mál, mjög lítið mál.

Engin ummæli: