þriðjudagur, október 26, 2004

Innflutningspartý næsta föstudag !
Sæl öll, eins og ég minntist á við þá sem komu til Stebbu á laugardag þá ætlum við Hildur kærasta og sambýliskona mín að halda langþrátt innflutningspartý núna um helgina. Teitið verðu núna á föstudaginn (29. október) en ekki laugardag eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Hér með er ykkur öllum í kúbufjölskyldunni "formlega" boðið að mæta í bollu, bjór, snittur og snakk. Eins og gera má ráð fyrir munu birgðir væntanlega klárast þegar líður á kvöldið þannig að auka skammtur af hressingar meðali er æskilegur með í nesti. Makar velkomnir. Heimilisfangið er Frostafold 2 í Grafarvogi og mæting frá ca. 21. Vonast til að sjá ykkur sem flest !

Engin ummæli: