mánudagur, nóvember 28, 2005
Sælinú félagar, hvað segist.... lítið búið að skrifa á bloggið nýlega ! Við Hildur skruppum um daginn yfir helgi til París og það var aldeilis fínt, frekar kalt í veðri en gaman að rölta um stræti Parísar, skreppa upp í Eiffell turninn og Sigurbogann, borða góðan mat og chilla á Buddha-bar. Maður á Louvre safnið inni fyrir næst, það tekur nú alveg nokkra daga að taka þann túr ! Hvernig gengur hjá ykkur Stebba og Hildur með nýju meðlimina, endilega skella inn myndum og lífga upp á þetta.... ? Gaman að sögunni þinni eddi, aldeilis viðburðarrík ferð norður - gaman fyrir stelpuna að heyra um skírn sína þegar hún stækkar ! Hvernig líst ykkur svo á jólin og alla þá stemmningu sem fylgir - eigum við eitthvað að stefna á hitting rétt fyri jólin eða bíða með skemmtinar og gleðistundir fram á nýtt ár ?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli