Gleði!!! það er komin ný færsla og líka mynd!! Júbbí!
Sæt mynd af ykkur skötuhjúunum Böddi. Mér heyrist að það hafi verið gaman hjá ykkur í París, ekki lent í sprengjum eða slíku. Ekki laust við að ég öfundi ykkur smá, alltaf gaman að vera í París.
Ég er búin að vera ógurlega busy undanfarið og verð áfram fram til sirka 10.-13. des. Er á fullu í verkefnavinnu, var reyndar bara rétt í þessu, fyrir 10 mínútum síðan, að klára síðasta hlutann af annar-verkefninu plús kynningu á því. Verð mjög fegin þegar kynningin verður búin í kvöld!!! Og þá taka bara prófin við. Sem betur fer bara 2, annað heimapróf og hitt open-book. Guð hvað ég verð fegin svo að komast í jólafrí. Er orðin of gömul fyrir svona nám og vesen. Heilinn er hættur að meðtaka nýjar upplýsingar.
Þegar ég kemst í frí lofa ég brúðkaupsmyndunum, þangað til getið þið bara skoða myndir af litla dýrinu mínu. Mamman er svo stollt af honum. Við vorum í smá fagnaði á crèchinu um helgina, þar sem tekið var á móti St. Nicholas og hann kom og gaf öllum góðu börnunum gjafir. Flest börnin voru þvílíkt hrædd eða smeyk við sveinka, nema Kjartan. Hann var sá eini sem þorði að setjast í fangið á honum. Hins vegar hafði hann engan áhuga að láta taka mynd af sér, var of upptekinn við að skoða nammipokann sem St. Nicholas færði honum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli