þriðjudagur, nóvember 08, 2005

*roðn* Brúðkaupsmyndirnar, ja, þær eru komnar í hús flestar, en ég hef bara verið svo busy í skólanum að ég hef ekkert mátt vera að því að velja úr þessum sirka 1000 myndum til að setja á netið! Plús það er svona skemmtilegra að laga rauð augu og svona!

Og ég vil krílamyndir!!! Allir að monta sig af sínu kríli og setja inn nýjustu myndir! Sýna hvað þau eru stór!!!

Ég vil líka kúbukvöldsmyndir.....

Góða skemmtun í París Böddi. Ég myndi nú lítið hafa áhyggjur af þessum látum. Þetta er yfirleitt í úthverfunum sem eru svona sirka jafnlangt í burtu og Keflavík er frá Reykjavík. Njóttu bara Parísar í botn. Ég mæli með góðu rölti um vinstri bakkann, St-Germain-des-Prés og Latínuhverfið, alltaf ljúft, og svo Marolles. Klikkar ekki! Líka ótrúlega gaman að fara upp í turnana á Notre-Dame, eða kannski er það bara ég, er með eitthvað thing fyrir kirkjuturnum! Verð að komast þangað upp!

Og koma svo, MYNDIR! Mínar koma um leið og ég er laus við þetta helv... verkefni!

Engin ummæli: