Við skemmtum okkur konunglega í brúðkaupinu hjá Frú Ingibjörgu. Hún sjálf var auðvitað alveg æði eins og þið sjáið á myndinni.
Við Marta vorum ekki neitt æði í flugvélinni daginn eftir, frekar grænar í framan og flugvélin hristist alltof mikið.
Þetta var alveg frábært sveitabrúðkaup og Inga og Halli eiga æðislega fjölskyldu og vini (VIÐ auðvitað samt alltaf best).
Böddi, þú ert vonandi búinn að koma þér vel fyrir í Köben!
Mér líst vel á hitting 7.september þegar Lille Bro mætir á landið, eruð þið til?
Svo ætla ég rétt að vona að Bjössi hafi tekið framúr öllum í maraþoninu og Hildur hafi rúllað upp prófinu. Vonandi er Eddie búinn að ná sér eftir skrallið á okkur kerlingunum. En við erum svosem að ná heilsu aftur, þannig að Ella....þú þarft að ryfja upp úr kokteilabókinni þinni og flytja heim til Íslands aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli