Jæja... búin að vera í korter að reyna að muna lykilorð og password.
Ég er komin til vinnu aftur eftir gott sumarfrí. Ég er ein á efri hæð Landsbankans og búin að vera síðustu 2 vikur. Ég var frekar lengi að koma mér í gang, starði út um gluggann, tiplaði fingrunum í borðið og vorkenndi sjálfri mér að vera alein í vinnunni. En eftir að hafa tileinkað mér margumtalaðar tímastjórnunaraðferðir er allt að gerast. Hef komið þvílíku drasli í verk á notime.
Sumarið á Egilsstöðum er ekki komið ennþá. Rigning og kuldi og ég vorkenni hjólreiðafólkinu með sultardropana sem kemur bara inn í bankann til að fá sér heitt kaffi. Kannski að ég baki eitthvað í kvöld og laumi við hliðina á kaffikönnunni á morgun. Það hlýtur að kæta.
Það er svo sem margt framundan hjá mér. Sumt má ég ekki blaðra hér en mér er óhætt að segja að ég er að fara að gifta mig í ágúst, ég er að byrja í mastersnámi í mannauðsstjórnun í HÍ, einhverjar breytingar eru framundan í vinnu og svo hef ég einsett mér að vera enn skemmtilegri næsta vetur en þann síðasta - hvernig sem það er nú hægt....
Klukkan orðin 12:00 sem þýðir að sá tími sem ég gaf mér í þessi skrif er liðinn.
Fariði nú að segja einhverjar fréttir.
Kv, ungfrú Ingibjörg
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli