þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Sælir kæru vinir, nú styttist í Danmörk hjá okkur litlu fjöskyldunni... búin að vera á Ísafirði í nánast allt sumar fyrir utan stuttar bæjarferðir 2x í sumar. Fljótt að líða, blíðan búin að vera einstök og þægilegt umhverfi, andrúmsloft og tíðarfar. Sá litli dafnar vel og stutt í brosið eins og sést á myndinni, meira um hann á síðunni hans :)

Ég komst inn í skólann sem ég sótti um og hef mastersnám í landslagsarkitektúr 27.ágúst nk. Við förum út 13. ágúst og fáum íbúðina þann 15.ágúst. Heimilsfangið er Peter Holmsvej 4, rétt hjá Islands brygge og Fiskitorvet mollinu fyrir þá sem eru kunnir Köben. Stutt á strikið, um 4 km og ég er um 3 km í skólann.

Marta, innilega til hamingju með áfangann um daginn, gaman að klára masterinn - hefði viljað koma í veisluna en var því miður hér fyrir vestan í blíðunni. Inga, til hamingju bráðum með gifitnguna, væntanlegt framhaldsnám og vona svo sannarlega að giftingardagurinn verði skemmtilegur fyrir þig og þína :) Eddi, hvað er málið að banna 18-23 ára að fá ekki að gista á tjaldstæðinu á Akureyri um versló ;) nei segi svona, þú ert flottur ! B.T. gaman að sjá þig hér fyrir vestan fyrr í sumar, gangi þér vel, bíð enn eftir innflutningspartýinu sem er sennilega löngu búið heheheheh..... kæru vinir, haldið áfram að skrifa á síðuna og látið vita af ykkur, ég mun allavega fylgjast með að utan og halda áfram að blogga svo lengi sem síðan verður eitthvað virk.

Stebba, Hildur, Ella, væri gaman að heyra meira frá ykkur og frétta.... svo ef þið verðið öll eða í sitt hvoru lagi í Köben þá látið þið að sjálfsögðu heyra í ykkur og við hittumst í dinner, á barnum eða hvar sem er, hvenær sem er. BIÐ AÐ HEILSA, kv. Böddi.

p.s. Er reyndar á landinu 6-10. sept í giftingu hjá bróður mínum 8.sept, stuttur hittingur fös 7.sept ??

Engin ummæli: