Elsku bestu vinir.
Mig langar að senda ykkur mínar kærustu kveðjur og þakka fyrir gjöfina til okkar HJÓNANNA. Þið eruð endalaust yndisleg og ég hefði svo sannarlega viljað hafa ykkur öll þarna, þó Stebba, Marta og Eddie hafi á stórkostlegan hátt haldið heiðri ykkar uppi!
Brúðkaupið gekk nánast því áfallalaust fyrir sig. Í kirkjunni steig Rakel á kjólinn minn nokkrum sinnum á meðan ég labbaði inn, hún neitaði að rétta okkur hringana, ég kom ekki hringnum á Halla, ég gleymdi næstum því að kyssa hann og hann faðmaði mig svo fast að slörið datt af :-) Þannig að skemmtiatriðin byrjuðu strax í kirkjunni, en það var nú bara gaman og kom okkur og kirkjugestum til að brosa :-) Eins gott að maður er ekki þessi perfect týpa..........
Svo var fordrykkur á Laufási, allir í rútu upp í sveit að borða og dansa. Krúttin mín í Kúbufjölskyldunni sögðu nokkur orð sem mér þótti ofsalega vænt um ......... Ég held að Marta, Stebba og Eddie hafi öll skemmt sér vel eins og ég. Allavega var einhver að spyrja mig í gær hver það hefði verið sem sat í tröppunum og þambaði rauðvín af stút: "Örugglega Stebba eða Marta".
Ástarþakkir fyrir alltsaman þið öllsömul!
.... tóku þið ekki einhverjar myndir af okkur öllum saman? Þær verða þá að fara hérna inn. ... Bjössi, geiturnar koma með Landflutningum í næstu viku...... nokkrar feitar enda mikill kvenkostur á ferð.
mánudagur, ágúst 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli