Við skemmtum okkur konunglega í brúðkaupinu hjá Frú Ingibjörgu. Hún sjálf var auðvitað alveg æði eins og þið sjáið á myndinni.
Við Marta vorum ekki neitt æði í flugvélinni daginn eftir, frekar grænar í framan og flugvélin hristist alltof mikið.
Þetta var alveg frábært sveitabrúðkaup og Inga og Halli eiga æðislega fjölskyldu og vini (VIÐ auðvitað samt alltaf best).
Böddi, þú ert vonandi búinn að koma þér vel fyrir í Köben!
Mér líst vel á hitting 7.september þegar Lille Bro mætir á landið, eruð þið til?
Svo ætla ég rétt að vona að Bjössi hafi tekið framúr öllum í maraþoninu og Hildur hafi rúllað upp prófinu. Vonandi er Eddie búinn að ná sér eftir skrallið á okkur kerlingunum. En við erum svosem að ná heilsu aftur, þannig að Ella....þú þarft að ryfja upp úr kokteilabókinni þinni og flytja heim til Íslands aftur.
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
mánudagur, ágúst 20, 2007
Elsku bestu vinir.
Mig langar að senda ykkur mínar kærustu kveðjur og þakka fyrir gjöfina til okkar HJÓNANNA. Þið eruð endalaust yndisleg og ég hefði svo sannarlega viljað hafa ykkur öll þarna, þó Stebba, Marta og Eddie hafi á stórkostlegan hátt haldið heiðri ykkar uppi!
Brúðkaupið gekk nánast því áfallalaust fyrir sig. Í kirkjunni steig Rakel á kjólinn minn nokkrum sinnum á meðan ég labbaði inn, hún neitaði að rétta okkur hringana, ég kom ekki hringnum á Halla, ég gleymdi næstum því að kyssa hann og hann faðmaði mig svo fast að slörið datt af :-) Þannig að skemmtiatriðin byrjuðu strax í kirkjunni, en það var nú bara gaman og kom okkur og kirkjugestum til að brosa :-) Eins gott að maður er ekki þessi perfect týpa..........
Svo var fordrykkur á Laufási, allir í rútu upp í sveit að borða og dansa. Krúttin mín í Kúbufjölskyldunni sögðu nokkur orð sem mér þótti ofsalega vænt um ......... Ég held að Marta, Stebba og Eddie hafi öll skemmt sér vel eins og ég. Allavega var einhver að spyrja mig í gær hver það hefði verið sem sat í tröppunum og þambaði rauðvín af stút: "Örugglega Stebba eða Marta".
Ástarþakkir fyrir alltsaman þið öllsömul!
.... tóku þið ekki einhverjar myndir af okkur öllum saman? Þær verða þá að fara hérna inn. ... Bjössi, geiturnar koma með Landflutningum í næstu viku...... nokkrar feitar enda mikill kvenkostur á ferð.
Mig langar að senda ykkur mínar kærustu kveðjur og þakka fyrir gjöfina til okkar HJÓNANNA. Þið eruð endalaust yndisleg og ég hefði svo sannarlega viljað hafa ykkur öll þarna, þó Stebba, Marta og Eddie hafi á stórkostlegan hátt haldið heiðri ykkar uppi!
Brúðkaupið gekk nánast því áfallalaust fyrir sig. Í kirkjunni steig Rakel á kjólinn minn nokkrum sinnum á meðan ég labbaði inn, hún neitaði að rétta okkur hringana, ég kom ekki hringnum á Halla, ég gleymdi næstum því að kyssa hann og hann faðmaði mig svo fast að slörið datt af :-) Þannig að skemmtiatriðin byrjuðu strax í kirkjunni, en það var nú bara gaman og kom okkur og kirkjugestum til að brosa :-) Eins gott að maður er ekki þessi perfect týpa..........
Svo var fordrykkur á Laufási, allir í rútu upp í sveit að borða og dansa. Krúttin mín í Kúbufjölskyldunni sögðu nokkur orð sem mér þótti ofsalega vænt um ......... Ég held að Marta, Stebba og Eddie hafi öll skemmt sér vel eins og ég. Allavega var einhver að spyrja mig í gær hver það hefði verið sem sat í tröppunum og þambaði rauðvín af stút: "Örugglega Stebba eða Marta".
Ástarþakkir fyrir alltsaman þið öllsömul!
.... tóku þið ekki einhverjar myndir af okkur öllum saman? Þær verða þá að fara hérna inn. ... Bjössi, geiturnar koma með Landflutningum í næstu viku...... nokkrar feitar enda mikill kvenkostur á ferð.
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Sæl kæru vinir!
Gaman að sjá einhverja hreyfingu hér inni, veit svo sem að ég hef ekki verið mannanna best í þeim efnum.
Til hamingju með framhaldsnámið Böddi og Inga, til lukku með tilvonandi brúðkaup Inga og hamingjuóskir til þín Marta með að klára masterinn!!! Alltaf nóg að gera hjá Kúbufjölskyldunni.
Ég segi allt fínt, búin að vera í löngu sumarfríi, fyrst 2 vikur í S-Frakklandi, í risastóru húsi í Rónardalnum, innan um sólblóm og vínvið. Lágum þar í leti í sólinni. Höfðum svo smá viðkomu í rigningunni í Brussel áður en við komum hingað á Klakann. Erum nýkomin aftur í siðmenninguna eftir vikudvöl á Hornströndum. Höfðum alla familíuna með norður, ömmur og afa, systkini mín og svo guttana tvo og höfðum það náðugt. Fengum að vísu 1 og hálfan sólarhring í vitlaust veður svo það var varla fært út úr húsi. En það gekk yfir og þá tók bara blíðan við, íslenskt sól og sumar í flíspeysu og ullarfötum :-D
Eftir nokkra daga í siðmenningunni og 1 brúðkaup á laugardaginn höldum við svo aftur heim á leið.
En fyrst Böddi er á leið til Köben, hvað með Kúbumót í Köben??? Anyone???
Gaman að sjá einhverja hreyfingu hér inni, veit svo sem að ég hef ekki verið mannanna best í þeim efnum.
Til hamingju með framhaldsnámið Böddi og Inga, til lukku með tilvonandi brúðkaup Inga og hamingjuóskir til þín Marta með að klára masterinn!!! Alltaf nóg að gera hjá Kúbufjölskyldunni.
Ég segi allt fínt, búin að vera í löngu sumarfríi, fyrst 2 vikur í S-Frakklandi, í risastóru húsi í Rónardalnum, innan um sólblóm og vínvið. Lágum þar í leti í sólinni. Höfðum svo smá viðkomu í rigningunni í Brussel áður en við komum hingað á Klakann. Erum nýkomin aftur í siðmenninguna eftir vikudvöl á Hornströndum. Höfðum alla familíuna með norður, ömmur og afa, systkini mín og svo guttana tvo og höfðum það náðugt. Fengum að vísu 1 og hálfan sólarhring í vitlaust veður svo það var varla fært út úr húsi. En það gekk yfir og þá tók bara blíðan við, íslenskt sól og sumar í flíspeysu og ullarfötum :-D
Eftir nokkra daga í siðmenningunni og 1 brúðkaup á laugardaginn höldum við svo aftur heim á leið.
En fyrst Böddi er á leið til Köben, hvað með Kúbumót í Köben??? Anyone???
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Sælir kæru vinir, nú styttist í Danmörk hjá okkur litlu fjöskyldunni... búin að vera á Ísafirði í nánast allt sumar fyrir utan stuttar bæjarferðir 2x í sumar. Fljótt að líða, blíðan búin að vera einstök og þægilegt umhverfi, andrúmsloft og tíðarfar. Sá litli dafnar vel og stutt í brosið eins og sést á myndinni, meira um hann á síðunni hans :)
Ég komst inn í skólann sem ég sótti um og hef mastersnám í landslagsarkitektúr 27.ágúst nk. Við förum út 13. ágúst og fáum íbúðina þann 15.ágúst. Heimilsfangið er Peter Holmsvej 4, rétt hjá Islands brygge og Fiskitorvet mollinu fyrir þá sem eru kunnir Köben. Stutt á strikið, um 4 km og ég er um 3 km í skólann.
Marta, innilega til hamingju með áfangann um daginn, gaman að klára masterinn - hefði viljað koma í veisluna en var því miður hér fyrir vestan í blíðunni. Inga, til hamingju bráðum með gifitnguna, væntanlegt framhaldsnám og vona svo sannarlega að giftingardagurinn verði skemmtilegur fyrir þig og þína :) Eddi, hvað er málið að banna 18-23 ára að fá ekki að gista á tjaldstæðinu á Akureyri um versló ;) nei segi svona, þú ert flottur ! B.T. gaman að sjá þig hér fyrir vestan fyrr í sumar, gangi þér vel, bíð enn eftir innflutningspartýinu sem er sennilega löngu búið heheheheh..... kæru vinir, haldið áfram að skrifa á síðuna og látið vita af ykkur, ég mun allavega fylgjast með að utan og halda áfram að blogga svo lengi sem síðan verður eitthvað virk.
Stebba, Hildur, Ella, væri gaman að heyra meira frá ykkur og frétta.... svo ef þið verðið öll eða í sitt hvoru lagi í Köben þá látið þið að sjálfsögðu heyra í ykkur og við hittumst í dinner, á barnum eða hvar sem er, hvenær sem er. BIÐ AÐ HEILSA, kv. Böddi.
p.s. Er reyndar á landinu 6-10. sept í giftingu hjá bróður mínum 8.sept, stuttur hittingur fös 7.sept ??
Ég komst inn í skólann sem ég sótti um og hef mastersnám í landslagsarkitektúr 27.ágúst nk. Við förum út 13. ágúst og fáum íbúðina þann 15.ágúst. Heimilsfangið er Peter Holmsvej 4, rétt hjá Islands brygge og Fiskitorvet mollinu fyrir þá sem eru kunnir Köben. Stutt á strikið, um 4 km og ég er um 3 km í skólann.
Marta, innilega til hamingju með áfangann um daginn, gaman að klára masterinn - hefði viljað koma í veisluna en var því miður hér fyrir vestan í blíðunni. Inga, til hamingju bráðum með gifitnguna, væntanlegt framhaldsnám og vona svo sannarlega að giftingardagurinn verði skemmtilegur fyrir þig og þína :) Eddi, hvað er málið að banna 18-23 ára að fá ekki að gista á tjaldstæðinu á Akureyri um versló ;) nei segi svona, þú ert flottur ! B.T. gaman að sjá þig hér fyrir vestan fyrr í sumar, gangi þér vel, bíð enn eftir innflutningspartýinu sem er sennilega löngu búið heheheheh..... kæru vinir, haldið áfram að skrifa á síðuna og látið vita af ykkur, ég mun allavega fylgjast með að utan og halda áfram að blogga svo lengi sem síðan verður eitthvað virk.
Stebba, Hildur, Ella, væri gaman að heyra meira frá ykkur og frétta.... svo ef þið verðið öll eða í sitt hvoru lagi í Köben þá látið þið að sjálfsögðu heyra í ykkur og við hittumst í dinner, á barnum eða hvar sem er, hvenær sem er. BIÐ AÐ HEILSA, kv. Böddi.
p.s. Er reyndar á landinu 6-10. sept í giftingu hjá bróður mínum 8.sept, stuttur hittingur fös 7.sept ??
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Jæja... búin að vera í korter að reyna að muna lykilorð og password.
Ég er komin til vinnu aftur eftir gott sumarfrí. Ég er ein á efri hæð Landsbankans og búin að vera síðustu 2 vikur. Ég var frekar lengi að koma mér í gang, starði út um gluggann, tiplaði fingrunum í borðið og vorkenndi sjálfri mér að vera alein í vinnunni. En eftir að hafa tileinkað mér margumtalaðar tímastjórnunaraðferðir er allt að gerast. Hef komið þvílíku drasli í verk á notime.
Sumarið á Egilsstöðum er ekki komið ennþá. Rigning og kuldi og ég vorkenni hjólreiðafólkinu með sultardropana sem kemur bara inn í bankann til að fá sér heitt kaffi. Kannski að ég baki eitthvað í kvöld og laumi við hliðina á kaffikönnunni á morgun. Það hlýtur að kæta.
Það er svo sem margt framundan hjá mér. Sumt má ég ekki blaðra hér en mér er óhætt að segja að ég er að fara að gifta mig í ágúst, ég er að byrja í mastersnámi í mannauðsstjórnun í HÍ, einhverjar breytingar eru framundan í vinnu og svo hef ég einsett mér að vera enn skemmtilegri næsta vetur en þann síðasta - hvernig sem það er nú hægt....
Klukkan orðin 12:00 sem þýðir að sá tími sem ég gaf mér í þessi skrif er liðinn.
Fariði nú að segja einhverjar fréttir.
Kv, ungfrú Ingibjörg
Ég er komin til vinnu aftur eftir gott sumarfrí. Ég er ein á efri hæð Landsbankans og búin að vera síðustu 2 vikur. Ég var frekar lengi að koma mér í gang, starði út um gluggann, tiplaði fingrunum í borðið og vorkenndi sjálfri mér að vera alein í vinnunni. En eftir að hafa tileinkað mér margumtalaðar tímastjórnunaraðferðir er allt að gerast. Hef komið þvílíku drasli í verk á notime.
Sumarið á Egilsstöðum er ekki komið ennþá. Rigning og kuldi og ég vorkenni hjólreiðafólkinu með sultardropana sem kemur bara inn í bankann til að fá sér heitt kaffi. Kannski að ég baki eitthvað í kvöld og laumi við hliðina á kaffikönnunni á morgun. Það hlýtur að kæta.
Það er svo sem margt framundan hjá mér. Sumt má ég ekki blaðra hér en mér er óhætt að segja að ég er að fara að gifta mig í ágúst, ég er að byrja í mastersnámi í mannauðsstjórnun í HÍ, einhverjar breytingar eru framundan í vinnu og svo hef ég einsett mér að vera enn skemmtilegri næsta vetur en þann síðasta - hvernig sem það er nú hægt....
Klukkan orðin 12:00 sem þýðir að sá tími sem ég gaf mér í þessi skrif er liðinn.
Fariði nú að segja einhverjar fréttir.
Kv, ungfrú Ingibjörg
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)